Andvari - 01.01.1901, Page 173
155
sje sögunni »alveg óviðkomandi«. Hin einkennilega
saga um einfarir Njáls og hugboð um hina níju trú er
ekki sögunni óviðkomandi, ekki heldur sagan um prim-
signing Flosa eða skírn Njáls og fólks hans og mótstöðu
þá, er Mörður veitti, eða sagan um stuðning þann, er
Njáll og Austfirðingar veittu Þangbrandi á alþingi og
gisting Þangbrands að Bergþórshvoli og gjafir þær, er
Njáll gaf honum. Kristniþátturinn er i góðu samræmi
við þá viðleitni Njáluhöfundarins að eigna Njáli sem
mestan þátt í þeirn laganimælum, sem lögtekin vóru um
hans daga. Hann á að þessu leiti sammerkt við þáttinn
um fimtardómssetninguna, sem F. J. vill þó ekki út-
ríma úr Njálu. Hins vegar skal jeg fúslega játa það, að
höfundinum hefur ekki tekist eins vel að fljetta kristni-
þáttinn saman við þráð sögunnar eins og fimtardómsþátt-
inn, og kemur það af því, að hann hefur í kristniþættinum
haft firir sjer (skriflegar?) sagnaheimildir, sem hafa bund-
ið hendur hans, enn þó sjest, að hann hefur stundum
vikið þeim við til þess að koma þeirn í samræmi við
sögu sína, t. d. þegar hann lætur þá Gizur og Hjalta
taka land á Eirum.1 Frásögnin um þá Mörð og Valgarð
íeðga síðar í sögunni2 er og Htt skiljanleg, nema kristni-
þátturinn sé kominn á undan. Urn Valgarð er sagt:
»Hannvar þá heiðinn«. Þessi orð vóru óþörf, ef ekki-var
búið áður í sögunni að segja frá kristnitökunni, Mörð-
ur kemur lijer fram sem kristinn og reinir að telja trú
firir föður sínum. Þetta væri alveg óskiljanlegt, ef sag-
an um kristnitöku almennings væri ekki á undan gengin.
Nei! Kristniþátturinn stendur í svo nánu sambandi við
söguna, að hann verður ekki frá henni skilinn.
)eg verð því, þrátt firir staðinn í Njálu, að halda
1) Sbr. rit mittum kristnitökuna 75. bls. nmgr.
2) Njála 107. k.