Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 174
því fram, að niju goðorðin hafi ekki verið stofnuð á al-
þingi um leið og fimtardómuriun, heldur hafi þau verið
til, dður enn ftmtardómurinn var í lög leiddur. Enn hins
vegar hefur sagan rjett að mæla um það, að Hvitanes-
goðorð, eitt af hinum níju goðorðum, hafi verið tekið
upp, áður en kristni var leidd í lög árið iooo. Og
jeg hef í riti mínu um kristnitökuna sint fram á, að
þetta var ekki eins dæmi, heldur benda sögur vorar til
þess, að fleiri ní goðorð hafi orðið til seint á io. öld-
inni.1 Jeg hef lika bent til þess —auðvitað með mestu var-
kárni og i neðanmálsgrein2 — að »verið gæti«, að orð
Hjalta til Runólfs goða: »Gömlum kennum vjer nú goð-
anum að geifla á saltiuu«, væru svo að skilja, að hjer
væri tgamall goði« sama sem Jorn goði. Ef þetta er
rjett, bendir þetta með öðru til, að hin níju goðorð hafi
verið minduð árið iooo. Jeg held þessari skíringu ekki
fast fram, þvi að jeg veit, að gamall þíðir oftast nær í
fornmálinu »gamall að aldri«, haft um menn eða skepn-
ur (mótsett ungr). Enn það finst mjer of djúpt tekið i
árinni hjá F. J., er hann segir, að orðið gamall »geti
hjer að cins þítt ,gamall að aldri‘«. Hann veit þó eins
vel og jeg, að gamall er stundum í fornmálinu haft i
sömu merkingu og ,forn‘ (mótsett nýr), og þarf jeg ekki
annað enn minna hann á, að tveir af samtíðamönnum
Hjalta íslenskum hafa gamall í sömu merkingu og
,forn‘. Ottarr svarti talar um »gamla iarnhringa« og
Sighvatr um »gamla geira«.3
Hingað til hef jeg ekki gert aiinað enn þræða strang-
1) Sjá rit mitt á 46.—49. bls., sbr. 65—66. bls.
2) S.st. 104. bls.
3) Sn. E. II, 26. bls. Hkr. Ól.s. helga, Unger 18.
k. 2. vísa (útg. F. J. 19. k.). Sbr. Fms. VII, 84. bls. Mer-
línusspá 59. erindi.