Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 175
157
lega heimildarritin, auðvitað eins og jeg higg þau rjett
skilin og rjett metin. Enn nú kem jeg að þeirri stór-
sind, sem jeg hef gert mig sekan í að dómi rníns heiðr-
aða vinar. Af því að niju goðorðin mindast seint á io
öldinni, nokkrum tíma eftir nímæli Þórðar gellis, ein-
mitt um það leiti, sem kristni var að þróast í landinu,
hef jeg leift mjer að Alikta, að hjer sje eitthvert orsaka-
samband á milli, að mindun liinna niju goðorða stafi að
nokkru leiti frá óánægju þeirri, sem hlaut að lifa í kol-
unum hjá görnlum höfðingjaættum, sem útundan höfðu
orðið við goðorðaskipunina 965 (dæmi: Höskuldur Hvíta-
nesgoði og Hjalti), enn að nokkru (og mestu) leiti frá
vexti og viðgangi kristninnar, sem hlaut að losa um sam-
bandið milli hinna heiðnu goða og þingmanna þeirra.
Enn fremur hef jeg leift mjer að álikta, að sú voða hætta,
sem fornu goðunum stóð af hinum níu höfðingjum firir
vaxandi afl kristninnar, hafi verið hin sterkasta hvöt firir
fornu goðana til að taka sáttaboðum Siðu-Halls og hinna
gætnari í kristna flokknum árið 1000, því að þeir sáu
fram á, að með því einu móti mundu þeir geta spornað
við því, að fleiri ní goðorð minduðust, og að þeir mistu
fleiri þingmenn til níju höfðingjanna, rnundu geta bjarg-
að sínu pólitiska valdi, sem þeirn var að sjálfsögðu kært,
og hnekt valdi níju höfðingjanna, sem þeir óttuðuðust
og hötuðu. Og loks hef jeg leift mjer 'að ætla, að or-
sökin til þess, að níju höfðingjarnir fengu hlutdeild í dóm-
nefnunni í fimtardóminn c. 1005, hafi verið sú, að þeir
hafi þá enn haft talsvert pólitiskt vald, verið enn nokk-
urskonar »ríki i ríkinu*, sem ekki dugði að ganga alveg
fram hjá við skipun æðsta dóins landsins. |eg skal
játa það, að þessum áliktunum hef jeg bætt við »frá mínu
eigin brjósti« og að ekkert slíkt stendur í neinu heirn-
ildarriti. Enn eru þær ekki sjálfsagðar og eðlilegar af-
leiðingar af því, sem stendur í heimildarritum? Við þær