Andvari - 01.01.1901, Side 176
i58
kemst kristnisagan i náið og eðlilegt saniband við stjórn-
arfarssöguna. Við þær verður first skiljanleg afstaða þeirra
viðburða, sem hjer gerðust 965, 1000 og 1005. Jeg
verð að játa það, að jeg skil ekki, að rií goðorð mindist
alveg upp úr þurru, að eins til að nefna fáeina menn í
dóm. Eða hvað var á móti því, að fornu goðarnir gætu
eins vel nefnt 48 menn, 12 úr hverjum fjórðungi, eins
og 56, 9 úr hverjum fjórðungi? Og ifir höfuð að tala
er jeg á þeirri skoðun, að merkilegir viðburðir í lifi þjóð-
anna verði ekki af eintómri, helberri tilviljun, heldur
eigi sjer orsakir, og að þeim, sem fást við sögu þjóð-
anna, sé eigi að eins heimilt að reina að grafast firir or-
sakir viðburðanna, heldur sje það jafnvel hin firsta og
helgasta skilda hvers sagnamans. Verið getur, að F. J.
sje mjer ekki samdóma um þetta. Enn skoðun þessi er
ekki ní. Hún hefur vakað firir öllum hinum ágætustu
sagnariturum allra tíma, firir Heródót, fóður sagnfræð-
innar, firir Þúkýdídesi, firir Snorra Sturlusini, firir Ma-
caulay og Carlyle, Ranke og Mommsen. F. J. verður
að deila við þá enn ekki mig um þessa skoðun.
Eitt af því, sem F. J. heldur að sje sprottið af til-
viljun einni, er fjölmenni kristna floksins á þinginu
1000. Jeg hef haldið því fram, að þetta væri óskiljan-
legt með öðru nlóti enn því, að kristni flokkurinn hafi
rnælt sjer mót firirfram, og tali.ð sennilegt — með stuðn-
ingi í heimildarritunum að samkomustaðurinn hafi
verið í Vellankötlu, sem er ágætlega fallin til samkomu-
staðar. Astæður móti þessu tilfærir F. ). engar aðra enn
þá, að það standi ekki i heimildarritum, að menn hafi
mælt sjer mót firir fram. Rjett er nú það! Enn sögu-
legar likur mæla með því, og heimildarrit ekki á móti.
Ims eru fleiri ágreiningsatriði milli míns heiðraða
andmælanda og min, svo sem skilningur okkar á Völu-