Andvari - 01.01.1901, Page 179
Hin 19. öldin er að kveðja oss — er þegar horfin
inn í líkfylgd Iiðinna alda, inn i þá prósessíu, er hverfur
í íjarlægð farinnar sögu. Nú er oss því að nokkuru
le}7ti auðið, að meta manngildi hennar, skoða hana i heild
sinni, tala um, hvað hún hafi haft oss að færa, hvað hún
hafi kent oss, og hvað hún hafi frá oss tekið. Þó stönd-
um vér enn þá of uærri henni, til þess að sjá og meta
áhrif hennar eftir réttum hlutföllum. En hvað um það,
eigi má minna vera en vér sýnum almenna kurteisi þeirri
öld, sem oss hefir eftirfylgt alla vora æfi, og kveðjum
hana nteð tilhlýðilegri viðhöfn og virktum.
Vandinn aö semja árbœkur.
Það væri skrítið og fróðlegt, ef vér ættum nítján eft-
irmæli í röð eftir hinar liðnu nitján aldir hins kristna
tímatals, öll samin í endalok hverrar aldar, og bera siðan
saman álit nútíma-sagnameistara við dóm hinna, er stóðu
yfir grefti þeirrar aldar, er þá var stefnt fyrir dóminn.
Þá mundi óhætt vera að íullyrða, að í fám greinum
mundi dómunum bera saman, samtímishöfundanna og
hinna, er horfa skyldu aftur á bak yfir millibil þúsund
ára. Það álit, sem komandi kynslóðir rita um 19. öld-
ina, segjum 3800 e. Kr., mun að líkindum muna álíka
miklu frá áliti voru nú, eins og dómarnir um fyrstu öld-
ina mismuna, t. d. hjá Gibbon annars vegar og Tacitusi
gamla hins vegar.
Og þetta fer því fremur að líkindum, sem nútímans
menn eru, eins og fóstra þeirra, öldin, mjög svo materiu-
háð kynslóð. Aðaleinkunn aldarinnar, áþreifanleg og auð-
sæ öllum, er hennar dæmalausi vöxtur og viðgangur út
á við. í riki materíunnar hafa unnar verið hinar mestu
sigurvinningar. Eitthvert hið mesta þrekvirki í þá stefnu
er framleiðsla hraðskotabyssunnar, sem gýs yfir 4 og 5
mílur út frá sér 1200 sprengikúlum á klukkustundinni.