Andvari - 01.01.1901, Síða 180
i62
V
Öldin er drotning hreyfikerrunnar, eimskipsins og dýna-
mósins1; hún er öld afl-fræðinnar; hennar ímynd er snið-
in með hamri í hendi. Vér höíum lifað þessi ioo ár i
smiðju Vúlkans, fremur en uppi hjá guðunum á O-
lympstindi; það var ö]d hans Túbal-Kains. En það sem
er ekki fólgið í eimskipinu eða járnbrautinni, heldur í
»þeim hugsunum, sem hræra huga þjóðann«, að aldirnar
eiga það gildi, sem ávinnur þeirn ævarandi orðstír, og
eins og stendur er torvelt að segja, hvað það sé, sem
»hjörtun hreyfi« í fari 19. aldarinnar og bezt geymi minn-
ing hennar. En efalaust verður þó að fara í ríki hugs-
unarinnar til að finna hið varanlega. »Sýnilegir hlutir
eru tímanlegir, en þeir hlutir, sem ekki sjást, erueilífir«.
I Evrópu óld Napóleons.
Sakir þessa er ákaflega torvelt, ef ekki ómögulegt, að
Y’, ,1 ákvarða aðaleinkunn 19. aldarinnar, svo á því megi byggja.
" ' ‘ 'Alt og sumt, sem gjört verður, er það, að taka til greina
v' v H V það sem næst er á yfirborðinu og virðist vera tímans
helztu einkenni, tímans helztu menn, tímans helztu alls-
herjar hreyfingar, án þess nokkuð ákveðið verði sagt,
hvað undir búi eða hverja þýðingu það hafi á
ókominni tíð. Setji mannkynið trúarbragðakennarann í
hæsta sætið, verða menn þó að játa, að hinn forni villi-
dómur þess krefst ávalt þess, að kappanum sé ekki gert
lægra undir höfði. A hverja umliðna öld !iafa bardaga-
menn og sigurvegarar fengið að rita með blóði nöfn sín
á efsta blaði. Og 19. öldin er i því engin undantekn-
ing. Sigurbraut Napoleons náði hæsta stigi og hrundi á
fyrsta kafla aldarinnar, og þar var hergoð, sem enginn
komst ofar í annálum vors kyns. I hofi hernaðarins sit-
1) Því lieiti er óþarfi aS gefa íslenzkt nafn, og svo er
ótal tekniska hluti, enda er þeirn gefið vísindarrafn fyrir all-
an nrentaðan heinr.