Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 181
r 6:5
ur hann enn í öndvegi. Alexander, Cæsar, Napoleon,
þessir þrír synir herguðsins eru enn hálfguðir í heirni
þessum. 19. öldin, sem á fyrstu árum sínum sá Napo-
leon á hans gegndarlausu sigurbraut, hefur nú á síðustu
árum sínum séð minning hans endurvakta með ótrúlegu
dálæti. Og sú aðdúun lýsti sér í gagnstæðum stefnum;
á Frakklandi hafa menn reynt til að vega frægð hans og
finna létta, en á Englandi og i Ameríku hefur hún ver-
ið hafin til skýjanna. Pilturinn frá Chicagó, sem tók sér
ferð á hendur til að sjá gröf hans, af því að hann áleit
Napoleon mesta stórmennið, sem veröldin hefði alið,
hann er gott dæmi þessarar Napoleonstilbeiðslu í Ame-
ríku. Bók Rosebery’s »Napoleon í eynni St. Helenu« er
sams konar sýnishorn nú við aldamótin, til að votta lotningu
vorra landsmanna fyrir hinum mikla »sóphaldara Drottins«.
Franska byltingin sprengdi bandalag Evrópu, en sú
sprenging hefði enga þýðing fengið, ef Napoleon hefði
eigi komið til sögunnar. Hann var bæði stálhylkið og
sprengiefnið, og réð, hvar við kom. Nökkvinn var óð-
ara seymdur saman eftir hvellinn og flaut enn svo árum
skifti. Þó hafði hann fengið það er hann þurfti, og hroðinn-
lá hann með öllu 1848. Skugginn hjarir enn þá í Aust-
urriki, og jungherrar Prússa spyrna enn á móti broddun-
um, þrátt fyrir fornu ófarirnar við Jena. En yfirleitt
hrósar lýðfrelsið sigri. Kenningar byltingarinnar miklu
hafa lamað heiminn. En Frakkland sjálít réð sér fjörráð-
in með ofstopa þess fyrstu framsóknar með frelsisboð-
skapinn. Og þó hélt það aldarinnar öndvegissæti í álfu
vorri fyrir hetjuskap sinn og hundraðsblót fyrir allsherjar
mannréttindi.
En einnig öndvegissæti Frakka var mjög að þakka
Napoleonsdýrðinni. Allsherjarriki Þjóðverja grundvallaði
enginn annar en Napoleon mikli, og gjörði það fyrir at-
burð. En Napoleon þriðji skóp fyrirmyndina. Þegar
ll*