Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 183
»En hvað segir Rússland?«
Vöxtur Rússa er önnur aðaleinkunn 19. aldarinnar.
Svo er frá sagt, að Alexander keisari fyrsti hafi mælt ári
fyrir aldamótin 1800, að þess vildi hann óska, að þar á
eítir ætti þjóðhöfðingjar Evrópu fund með sér í Péturs-
borg, þá er eitthvað bæri í milli, og gengi þar til ein-
vígis, en ráðgjafar þeirra færi á vettvang með þeim, héldi
skildi fyrir þá eða nefndi votta að benjum. Kvæði hann
það karlmannlegra en að ata Evrópu blóði þegnanna. —
Tillaga þessi var þá vettugi virt; en all-kynlegt er það,
að öldiu skyldi byrja og enda með tillögum móti ofstopa
og óíriði hernaðarins og tillögurnar koma frá einvöldum
Rússanna. Fyrir öld síðan mátti heita, að Rússland væri
litt kunnugt og mjög siðlitið land og taldist þá aðala^S
miljónir manna. Nú liggja beztu járnbrautir af enda og
á vfir hið mikla flæmi landsins og að einu eða tveimur
árutn liðnum fer allur póstflutningur til Austur-Asíu og
Ástralíu eftir Siberíubrautinni nýju; keisarinn framfylgir, sem
kunnugt er, ýmsum hinum fremstu mannúðarhugsjónum,
og nú er tala Rússa kölluð 120 miljónir. Og þetta er
þó ekki það, sem mestri furðu sætir. Rússar leita allir
austur á við, en sökin er sú, að við Bosforssund gerð-
ust Bretar þeim Götu-Þrándur, og þóttust sjálfir mundu
ábyrgjast Tyrki; væri sér það innan handar, enda væri
vegur þeirra og gagn í veði ella. Síðan hafa Rússar
tamið og friðað hina tryltu Tartara, afnumið mansal,
komið járnvegum suður undir Herat í Austur-Persíu og
Ioks gjörst einvaldar allrar Norður-Asíu.
^Asia vaknar.
Evrópa er ekki framar öll veröldin; saga annarra
þjóða og meginlanda eykst og magnast nú með hverju ári,
og hugur vor heillast óðum þangað, sem mergðin manna
og þjóða er mest fyrir. Er ekki óliklegt, að síðari fræði-