Andvari - 01.01.1901, Page 184
166
menn muni telja upprisu austurþjóðanna hið þýðingar-
mesta afrek — ef ekki ábatamesta — 19. aldarinnar.
Japan vaknaði eins og i gærdag; Kína er í svefnrofum.
‘Deilur og sveitadráttur um Afríku.
Þá er að minnast á Afríku. Kringum 1860 þóttu
Afríkunýlendurnar nálega vera hinir verstu vandræðagrip-
ir. En eftir þá tíð tóku til landaskiftingar og hefir sú
kepni farið æ vaxandi siðan, enda er nú svo komið, að
vart er nokkur skiki eftir af álfunni, að hann teljist ekki
undir yfirráðum eða verndan einhvers Evrópuríkis. Ris-
inn hann Atlas, sem heldur uppi himninum, verður að
líkindum yrkisefni einhverra skáldanna siðar meir. Hin
síðastliðnu 20 ár hafa þjóðir og þjóðhöfðingjar haft meir
en hálfan hugann í Afríku. í.eiðsla þessi er meir en
merkileg, og ekki siður, hvernig mönnum á margan hátt
hefir glapist hugur og skilningur. Menn sáu sig í draumi
eins og hafna upp i himnaríki; þeim sýndist ríki þeirra
þenjast út og magnast og styrkjast stórum, ef þeir tæki
sér pentskúf i hönd og lituðu og mörkuðu spildu af álf-
unurn og eignuðu sér. Þóttust allir góðu bættir, ef þeir
þannig sæju fangamörk sin hér og þar á Asiu og Afríku
með líku litarskrauti eins og á landabréfum ríkja sinna
heima. Mikill er hégómi vor mannanna.
0ld eimskipanna.
En það, sem sýndi möguleika þess, að vinna land-
spildur í fjarlægum meginlöndum, var hin nfikla upp-
götvun 19. aldarinnar: eimskipið. Að vinna fjarlæg lönd
virtist nú auðið orðið fyrir þá sök, að úthöf heimsins
voru áður unnin. Frá því er Salómon lét skip sín sigla
til Ófír, hafði hafið að vjsu verið þjóðleiðin fyrir verzlun
og víkingsskap, en aldrei fyr en nú voru full yfirráð yf-
ir umsænum fengin. Allar stundir höfðu þeir Ægir og