Andvari - 01.01.1901, Page 185
i6y
Kári ruglnð reikningum og ráðagjörðum sigurvegaranna.
Er nóg að benda á eitt af mörgum dæmum mannkyns-
sögunnar: leiðangur Spánarflotans forðum. En þótt Ægir
eigi að heita yfirstiginn, þá er Kári það siður; hans veld-
issprota hefir 19. öldin ekki náð til hálfrar hlítar. En
þó er eimskipaaflið á höfunum svo voldugt, að það hefir
veitt viðskiftum manna og ríkja þá trygging og festu, er
aldrei þektist áður.
Viðátta vcraldarinnar takmörkuð.
Það, að nú er farið yfir Atlantshafið á rúmum hálf-
um sjötta degi í stað þess á 26 dögum, er eitt fyrir sig
mikið afrek á einni einustu öld. Þetta risavaxna stórræði,
að yfirstiga rúmfang- hnattarins, hófst með hinum fyrri
aldamótum og hefir siðan verið sótt með sífeldu kappi.
Það er eftirtektavert, að Loðvík fjórtándi var engu hraðari
í ferðum, hvorki á sjó né landi, en Júlíus Cæsar var á
sinni tið, eða þótt leitað sé aftur á bak til Nimroðs eða
hinna elztu Faraóa. Þúsundir ára kunni enginn maður
þá íþrótt, að fara öðruvísi og fljótara yfir láð og lög en
aðrir. Skjótfæri manna og hesta stóð ávalt í stað og mun-
ur á hraðskriði skipa var ekki teljandi. Þessu breytti
hin 19. öld; hún kom nýju skriði á og skjótfæri; menn
þrefalda fráleik sinn með hjólhestinum; menn stíga inn
i hreyfivagninn og hendast vfir löndin 100 mílufjórðunga
á hverri klukkustund; yfir höfin þjóta menn með hálfu
meiri hraða en áður með beggja skauta byr og það beint
móti bárum og vindi; hver maður er orðinn annars ná
granni. Veröldin er orðin, að oss finst, mörgurn sinn-
um minni.
En mikið vill æ meira. Hver allsherjarsiðmenning
er það — spyr einn rithöfundur vorra daga —, að nota
ein póstlög um allan heiminn, og ekki eina og sömu
mynt, né heldur eitt og sama allsherjarmál? En alt að