Andvari - 01.01.1901, Page 186
i68
einu er það eimaflinu að þakka, að hugsjónin er vöknuð
um félagsskap og samtök allra þjóða.
Sigurvinningar vísindanna.
Eimaflið var í uppgangi frá 1825 til 1875, en frá
því ári hefir raf- og rafsegulaflið verið að ryðjast til ríkis.
Hinn frægi fjölvitringur og félagi Darwins, Alfred R.
Wallace, hefir útgefið bók um öldina, er hann kallar
»Undra-öldin«. Hann segir: »Ef vér viljurn af réttum
samanburði sjá, hvað breyzt hefir á öldinni, stoðar oss
ekki að bera saman þessa öld við nokkurar ákveðnar
aldir, sem liðnar eru, heldur við gjörvallan umliðinn
tíma«. Prófessor A. R. Wallace telur svo hin helztu
vísinda-afrek aldarinnar:
1. er mælt og ákveðið hre^fiafl hitans, er leiddi til
frumsetningar (princip) þeirrar, er kallast viðvaran
frumaflsins (Conservation of Energy).
2. er fræðin um frumlur (mólecúlur) gasanna.
3 er bein aðferð til að mæla ljósshraðann, svo og sann-
reynd fyrir afstöðu jarðarinnar.
4. um hin ákveðnu og margföldu hlutföll í frumefna-
vísindunum (Chemistrv).
5. er uppgötvan þess hlutverks, -sem dujtið í náttúrunni
hefir á. hendi.
6. er skýring loftsteina og halastjarna, og fræðin um
bygging alheimsins, sem bygð er á því.
7. er sönnun fyrir tilveru mannsins á frumöldum jarð-
arinnar.
8. er viðtekning fræðinnar urn lífsþróunina (Evolution).
I 9. er sannanir urn ísaldatímabilið, lengd þess og áhrif á
yfirborð jarðarinnar.
10. er frumlu-fræðin og sú kenning i fósturfræðinni
(Embryology), að fóstrið sýni framþróunina með