Andvari - 01.01.1901, Page 187
169
breytingum sínum. Er það og kallað ítrekunarfræði
(Recapitulations theorey).
11. er frækenningin (Germ theory) í zymotiskum sjúk-
dómum.
12. er uppgötvun á eðli og starfsemi hinna hvítu blóð-
korna.
‘Darwin og áhrij hans.
Hafi Napóleon mikii verið meginandi aldarinn-
ar í byrjun hennar, heíir Darwin eða hans andi drotnað
yfir hennar síöari hluta. Framþróunarkenningin, sem
kend er við Darwin, varð aðal-trúargrein manna eftir lians
daga. Finnast áhrif hennar nálega á öllum svæðum lifs-
ins. Hún hefir stórum umbreytt trú manna og skoðun
á sköpun heimsins, og hún breytir dag frá degi meir
vorum siðfræðishugsjónum. Menn spyrja: hví á að hika
sér við að stytta stundir óðu, örvita og ólæknanda fólki?
Og stórveldin, hví skyldu þau þyrma framar hinum fáu
og smáu? á aflið ekki að ráða? hví á það að lifa, sem
lífsskilyrðin vantar ? virðist ekki náttúran herja til að upp-
ræta? Mr. Rhodes virðist vera Darwins maður, þótt at-
vikin haldi honum stundum nokkuð aftur. Og Nietzsche
er sá heimspekingur, sem til fulls fylgir stefnunni. Reynd-
ar er ekki hætt við, að mannkynið skilji kenningar hans
bókstaflega. Fn þó virðist alls ekki ólíklegt, að framan
af öldinni, sem nú kemur, nærist menn mest á Nietzsche,
blönduðum með blávatni. Sól hinnar hverfandi aldar
rann upp og rennur til viðar í blóði. Oldin var Napó-
leons og Bismarcks öld, og þó alt að einu öld vaxandi
mannúðar.
MannúÖarjyllri hcrnaður.
Sjálfur hernaður aldarinnar hefir stefnt til meiri líkn- 'jP
semi og mannúðar. Ófriður sá, er halinn var til lausn- >