Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 188
170
íl ij k
i (
K {. j 1/1
VfankHt*
ar Grikklandi, þá er Rússar tóku Adrianopel og hruðu
stórflota Tyrkja við Navarínó, sá hernaður var ekki gjörð-
ur í gróða skyni, heldur þjóð til lijálpar úr ánauð. Hið
sarna, og miklu fremur, má segja um Balkan-styrjöldina
1877—78 út af niðingsverkum Tyrkja í Búlgaralandi, og
svo koll af kolli, þangað til Bandaríkin leystu Kúbu und-
an Spánverjum. I öllum þeim leiðangruni var frumhvöt
þeirra, sem hjálp veittu, krafa réttlætis og miskunnsemi.
En hinn andinn, sem dregur úr hinum góða, skaðræðisand-
inn, sem hlustar á orðtækin: »lifi hinn sterkariU »burt
með hið veikaraU »drepist sá dáðlausi!«, hann sýndi sig
í almætti sinu, þegar Armeníumenn voru ofurseldir Tyrkj-
um og Kúrðum, og þegar keisarinn þýzki heimsótti sol-
dán, morðingjann mikla, og batt við hann bræðralag á
sinni kristilegu pílagrímsgöngu til Jerúsalem. Og hinn
sami andi hefír verið boðaður með engu minni ósvifni
til afsökunar herhlaupinu suður í Transvaal, og enn þá og
einmitt nú hljómar sú kenning, að frjálsri þjóð beri að
tortíma fyrir þá sök, að hún muni vera óhæf til að
bjarga sér í lífsstríðinu!
En mannúðarstefna aldarinnar hefir ekki sýnt sig
eingöngu i færslu hernaðarins. Hversu margt misjafnt
eða ilt, sem hún kann að hafa á samvizku sinni, hefir
hún þó að minsta kosti unnið það afrek, að veita þræla-
haldinu banasárið.
/
/
Trúarbrögðin.
Ekki má enda svo yfirlit yfir helztu tákn og stór-
merki 19. aldarinnar, að ekkert sé minst á trúna. Varla
má kenna öld þessa og kalla hana sérlega trúræknisöld.
Hún hefir engan frægan andlegan föður framleitt, engan
Búdda, engan Muhamed, engan Lúter og engan Loyola
emu sinni. Ut á við var' aðal-afreksverk hennar það, að
páfinn lýsti sig óskeikulan með nýrri grein trúarinnar, en