Andvari - 01.01.1901, Síða 189
því fylgdi eins og mótvægi sá agnúi, að sami höfðingi
hlaut að láta veraldarríki sitt. A síðasta gamlárskvöld
aldarinnar var sú tíðagjörð fyrirskipuð, að Leó páfi
hinn þrettándi skyldi samtengja aldirnar með því að
gefa hátíðlega dýrðina Jesú Kristi, konunginum um
aldir alda.
Kristur máttur manna og megin.
Hugmynd Herberts Spencers um mannkynið, að það
sé líffærakerfi (organismi) án persónu, hefir kent guðfræð-
ingum á síðari hluta aldarinnar, að gefa kenning kristinn-
ar trúar þá lögun, er hinir yngri námsmenn mættu sem
bezt heimfæra og nota i þjóðmenningarmálum. Þeir
segja á þá leið, að eins og til hafi hlotið að vera vega-
mót á mannkynsins afarlöngu uppeldisleið frá hami
skepnunnar, þá er maðurinn hætti við að vera lengur ein-
tómt dýr og náði fyrst siðlegri meðvitund eins og sér-
stök vera, alt eins hafi það augnablik hlotið að koma í
mannkynssögunni, þegar nýr maður eða heldur nýtt
mannkyn myndaðist, og mannkynið var ekki lengur lífs-
heild án meðvitundar um persónuleik, heldur öðlaðist
þá meðvitund og tók að dreyma um eining. Þetta
háleita augnablik kom við holdtekju Krists. Þegar
»guð varð hold«, þá var markmiði því náð, er kynslóð-
irnar höfðu verið að leita eftir gegnum þyrnibrautir ó-
tölulegra alda, en þá var hin guðdómlega alheimssál aug-
lýst í Kristi. Eins og hin sálarlausa skepna varð löngu áð-
ur »lifandi andi«, eins breyttist nú kynslóð mannsins,
sem áður var lífsheild án vitundar um persónu og eining,
og fæddist að nýju sem persóna og sál, sem var og er
Kristur hins lifanda guðs. I honum mættust í eining all-
ir guðdómsins dreifðu geislar, þeir er lýst höfðu í myrkri
liðinna alda, allra þeirra upphaf og miðpunktur var hann,
ljósið sem kom í heiminn. Hann var auglýstur að vera