Andvari - 01.01.1901, Page 190
172
ÉVl/L&í #*•
það er hann í frá upphafi er: mannkynsins lifandi sál —
þess mannkyns, er síðan til þessa dags hefir sýnt, að það
væri sumpart verkfieri eftir hans tilætlun, sumpart og
máske meira, syndarinnar og dauðans líkami, er stríðir
með öllum limum gegn sálunni, þeirri sem á sínum tíma
leiðir alla til undirgefni undir hennar algjörva vilja. Hin
lielzta trúarhreyfing aldarinnar er dægramót þessarar með-
vitundar um Kristssálina í kyni voru, og von hinnar
komandi aldar skyidi vera, að sú dögun verði að björt-
um degi«.
Mr. Stead klykkir út með nokkrum spádómslegum
rðksemdnm, getur um hið mikla trúarþing 1893 í Chicagó,
þar sem svo margir trúarbragðaflokkar mættust og bund-
ust nokkurs konar bráðabirgða-bræðralagi; vill því spá, að
guðs faðerni og mannanna bróðerni muni á hinni kom-
andi öld færast smásaman nær fastri trúarskoðun krist-
inna þjóða. Hann bendir og á, að trú margra (og á þar
víst við vini sína, hina svo nefndu spíritista) sé sú, að ný
sönnun sé á næstu grösum, sú er muni leiða algjörlega
í ljós sem staðreynd, að »guð sé í oss« (eða Kristur i
oss), og allar sálir eining í honum. Hans siðasta alda-
móta-áskorun er þessi: »Verið allir íklœddir Kristi, verið
ið allir eitt í kærleikans þjónustu við alla, sem líða og
stríða i« —
Þannig lítur þessi merkilegi Englendingur á hina
liðnu öld og þatmig markar hann stefnumót hinnar liðnu
og ókomnu tiðar. Mr. Stead vill líkjast hinum fornu
spámönnum, og er þeim líkur í því, að hann er klerkur
og kennimaður engu síður en snarpur og stórfengur ver-
aldarmaður. Hann þykir mörgum vera öfgamaður, heift-
rækinn við óvini og hella hneykslunar öllum, sem gagn-
stæðum skoðunum fylgja eða hann tekur fyrir; hann er
og andatrúarmaður og einrænn í fleiru, en í fiestu stór