Andvari - 01.01.1901, Síða 191
og fylginn sér. Og yfirleitt er margra mál, að blaða-
skörungur hafi aldrei meiri til verið.
í sama blaði lýsir Mr. Stead kristindómi landa sinna
með þessum orðurn:
»Fríkirkju-sambandið hér í landi ætlar að vígja hina
nýju öld með svo öflugu trúboði innanlands, sem eng-
inn hefir áður heyrt eða séð. Ætla allir dissentaflokkar
landsins að leggja fram krafta sína í félagsskap.
Þetta þykir oss afarfagurt og frægilegt fyrirtæki. En
þegar þess er gætt, að fríkirkjurnar ætla sér að vekja
samvizkur allra sem einstakra og bvggja á grundvelli
biblíunnar, þá undrar mig fyrst stórlega, hve fáir þeir
sýnast vera meðal guðsmanna landsins, sem virðast þekkja
einhverja hina alkunnustu grein hinna helgu rita. Grein-
in stendur i i. kap. Esaíasar spámanns, og hljóðar svo:
’Þegar þér fórnið upp höndum yðar, mun eg byrgja
mína ásjónu fyrir yður, og þegar þér frarn berið bænir,
mun eg ekki heyra. Yðar hendur eru fullar af blóði.
Þvoið yður, hreinsið yður; látið af yðar illgjörðum fyrir
augliti mínu; afleggið hið illa, en aðhyllist hið góða;
stundið réttvísi, reisið þá ánauðugu, réttið hlut hinna föð-
urlausu, verið forsvar ekknanna’.
Stórurn hefir oss farið fram síðan á dögum Esaíasar,
því að nú, í stað þess að afleggja hið illa og vera for-
svar ekkna og föðurlausra, leitum vér við af alefli sem
þjóð með fúsri aðstoð og samþykki margra leiðtog-
anna í fríkirkjunum, að ata hendur vorar í blóði Bú-
anna, bræðra vorra. Og hvað ekkjur og föðurleysingja
snertir, keppumst vér við að fjölga þeirn, og beitum til
þess öllum afla vorrar þjóðmenningar*.
Matth. Jochumsson.