Andvari - 01.01.1901, Síða 193
ríkisstjórnirnar, sem sáu fyrir því, heldur klaustrin, háskól-
arnir eða einstakar borgir. Það var fyrst á 16. öld, að
ríkin fótu að hafa afskifti af reglulegum og almennum
póstflutningi, en vegirnir voru alstaðar lengi fram eftir
öldum afarslæmir, og stóð það póstflutningi mjög fyrir
þrifum. Það var fyrst á 18. öldinni, að farið var að
taka einnig fólk til flutnings, og má sjá af því, hve
Rómverjar í fornöld voru langt á veg komnir í því sem
öðru og á undan tímanum, eins og fyr er á vikið.
A iy. öldinni hefir allur póstflutningur tekið afar-
miklum framförum. Greiðar samgöngur með járnbraut-
um og gufuskipum og alls konar vegabætur hafa hleypt
nýju fjöri í alt viðskiftalif manna. Um leið og sam-
göngufærin tóku nýjum og betri framförum, votu gerðar
stórkostlegar umbætur á sjálfum póstmálum landanna.
Eru tvær af þeim einkar-þýðingarmiklar: Brezku endur-
bæturnar á póstmálum 1840 og stofnun allsherjarpóst-
sambandsins 1874. Hinar fyrnefndu voru í því fólgnar,
að innleidd voru frímerki og samkynja bréfburðargjald í
’orezka ríkinu; var hvorttveggja siðan innleitt í öðrum
löndum, en áður var burðargjald reiknað misjafnt eftir
vegalengd, og mátti segja, að hver borg hefði sinn taxta.
Hið síðarnefnda, stofnun allsherjarpóstsambandsins (Uni-
on generale des postes) á alþjóðafundinum í Bern 1874,
var fólgið meðal annars í því, að samkynja burðargjald
vaf innleitt milli allra þeirra ríkja, sem í póstsambandið
ganga, ekki að eins á bréfum, heldur og bréfspjöldum og
prentuðu rnáli, svo og greiðari flutningur á póstböglum,
peningabréfum og póstávísumim milli landanna. A al-
mennum póstsambandsfundi í París 1878 var brevtt um
nafn og sambandið nefnt »Union postale universelle«
eða allsherjarpóstfélagið.
Það hefir sérstaka alþjóðaskrifstofu (internationalt
Bureau) í Bern undir yfirumsjón póststjórnarinnar í Sviss