Andvari - 01.01.1901, Síða 194
176
og er hún haldin á kostnað sambandsrikjanna. Hún á
að safna skýrslum og upplýsingum um póstmál víðs veg-
ar að og kunngjöra þær, hafa úrskurðarvald í þrætuefn-
um, og yfirleitt styðja og styrkja hag og framfarir póst-
málanna um heim allan.
Allsherjarpóstfundir voru naldnir í Lissabon 1885, í
Wien 1891 og hinn síðasti í Washington 1897.
* :H
Það er fátt hér á landi, sem hefir tekið eins stór-
gerðum stakkaskiftum á nítjándu öldinni og viðskiftalíf
manna og samgöngur innanlands og við önnur lönd.
Mönnum frá aldamótunum 1800 mundi auðvitað bregða
nokkuð við að sjá sum bændabýlin okkar, jnrðabætur,
stórhýsin og kaupstaðarbraginn og allan þilskipaflotann,
en starsýnast mundi þeim verða á stóru skipin með
reykjarstrokunum, sem stefna að laudi á hraðri ferð, og
hafa þó engin segl uppi. Þeir mundu telja það óðs
manns orð, ef maður kæmi til þeirra í Reykjavík og
segði við þá, að þeir gætu talað við menn suður í Hafn-
arfirði og fengið svar frá þeim aftur á sömu sekúndunni.
Þeim mundi þykja það stórmerkílegt, að sjá menn af
öllum stéttum vera að skrifa bréf til útlanda svo að segja
á hverri viku að sumrinu. Þeir áttu ekki þvi að venjast,
nema rétt höfðingjarnir, einu sinni á ári. Eins mikil
nýlunda þætti þeim, að vera að skrifa á hverjum mán-
uði, og það oftar en einu sinni út um alt land. Þeir,
sem höfðu fyrir því fyrir hundrað áium síðan, gerðu það
í mesta lagi þrisvar á ári. Þeim mundi verða heldur en
ekki starsýnt á allar blaðahrúgurnar, sem berast ' með
póstunum, peningabréfin og böggulsendingarnar; þeir
fengu aldrei neitt af því tægi; það voru að eins einstaka
menn, sem fengu almenn bréf, og þá oftast á skotspón-
um, máð og tætt og illa útleikin úr vösum og pinklum
vermannanna.