Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 195
177
í »Eptirmælum átjándu aldar« eftir Magnús konfer-
ensráð Stephensen, sem eru réttar 650 blaðsíður, eru að
eins 12 linur uni póstgöngurnar hér á landi. Þar
segir svo:1
»Póstferðir á vissum árstímum um mig alla á kostn-
að míns Kótigs, tilskipuðu og niður-regluðu Kóngsbrjef
af 13 da Maí 1776 og 8 da Júlí 1779, einniun Tilskip-
an af 13 da Júní 1787 1. Cap. § 22, en mjög hefir síð-
an sumstaðar vikið verið út af þar fyrirlögðum reglum,
Póstagáncrurinn því orðið um surnar álfur mínar sjaldgjæfur,
óviss og fyrirfram ókunnur ýmsum hjeruðum, notin fyr-
ir almenning hafa þvi enn ei fyllilega náðst, eptir Stipt-
arans fyrsta auglýsta tilgángi, hvað systur þinni [0: 19
öldinni) sýnist ei vanþörf á að fá lagað með framtið«.
Hann bætir svo við: »Hvað ábrast Póst- og aðrar
Milliferðir um mig til brjefa- og fregna-flutninga, eink-
um á vetrum yfir stórfjöll, hugðu menn að Skíðahlaup
mættu umbæta*, og segir, að í því skyni hafi Buch nokkr-
um á Húsavík verið »áqvörðuð verðlaun fyrir þeirra
kennslu og fleirum, er aptur kenndu þau öðrum, líka 2
rdlm. heitið seinna meir í 3 eða 4 ár, hvörjmp þeim, er
æfði sig vel á skíðum og næði við þau nockrum ferð-
ugleika*.
Um ferðir milli landa kemst hann svo að orði: »En
— Kóngi mínum Christjáni VII var ecki einúngis annt
um að halda við milliferðum um mín egin hjeröð, heldur
og Landa sinna á milli til kaupverðslunar frama og úr-
ræða mjer til góðs, þegar sönn fregn sýndi þeirra þörf.
Þvf bauð hanu að Póst-skip sendist, á hans kostnað ár-
lega dönsku ríkjanna og mín á milli, kjæmi til mín á
haustum, og sigldi frá mjer á vorum með fregnir um
1) Bls. 189.
12