Andvari - 01.01.1901, Side 196
vetrarfar, fiskiveiðar, Kóngs þjenustu, almenning og kaup-
höndlun umvarðandi málefni. Þó siglir það uú ei nema
•inusinni á milli hvört ár, sem áður var tvisvar tilætlað«.
Eins og hér er sagt, var það árið 1776, að fyrstu
ráðstafanir voru gerðar til að koma á reglulegum póst-
göngum hér á landi. Var það eftir tillögum hins góða
og sanngjarna stiftamtmanns Thódal. Hann var hinn
fyrsti stiftamtmaður, sem tók sér aðsetur hér á landi, en
alt fram að 1770 höfðu stiftamtmennirnir setið i Dan-
mörku. Kemur þar i ljós, hver hagur það var fyrir
landið, að æðstu menn þess kyntust betur högum þess
og findu sjálfir, við hve bág kjör þjóðin átti að búa bæði
í þessum og öðrum efnum. Má telja það líklegt, að
ekki hef’ði verið gerð gangskör að því að kippa þessu i
lag svo bráðlega, ef æðstu menn landsins hefðu haldið
áfram að hafa aðsetur sitt i Danmörku.
Konungsbréfið 1776 fyrirskipaði, að þar eð enn sé
eigi neitt reglulegt fyrirkomulag á flutningi opinberra og
almennra bréfa, til óþæginda fyrir landsmenn og nfikillar
tafar og áhættu í embættisstörfum, þá skuli póstur stojn-
aður, er fari þrisvar á ári úr öllum fjórðungum landsins
til Bessastaða með bréf, sem embættismenn og aðrir
þurfi að senda þangað eða til Kaupmannahafnar, þannig
að bréfin séu komin að Bessastöðum í byrjun marzmán-
aðar, júní og októbers.
Það var ætlast til, að Norðurlandspóstur færi á vetr-
um frá sýslumanninum í Þipgeyjarsýslu 1. febrúar, um
Eyjafjarðar-, Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu, að Hjarðar-
holti i Mýrasýslu, og sömu leiðina að haustinu til í
september. En að sumrinu færi hann úr Þingeyjarsýslu
um Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslu, en sýslumaðurinn
í Húnavatnssýslu sendi þá bréf sín til Skagafjarðar,
og þaðan færi svo pósturinn fjallveg til Hjarðarholts í
Mýrasýslu.