Andvari - 01.01.1901, Síða 197
179
Vesturlandspóstur fæii frá ísafirði til sýslumannsins
á Barðaströnd yfir innfjörðuna, yíir Gilsfjörð til sýslu-
mannsins í Dölum, og þaðan að Hjarðarholti í Mýra-
sýslu, en þaðan sendi svo sýslumaður Mýrasýslu bæði
vestan- og norðanbréfin til Bessastaða.
i: Austurlandspóstur færi á vetrum síðast í janúar frá
sýslumanninum í Norður-Múlasýslu um Skaftafellssýslur
og Suðurland til Bessastaða, en á .sumrin og haustin færi
pósturinn úr Múlasýslum norður í Þingeyjarsýslu og: á-
fram þaðan með Norðurlandspóstinum, en úr Austur-
Skaftafellssýslu færi hann sunnanlands.
Póstar þessir voru með sniði fornaldarinnar. Hver
sýslumaður átti að senda bréfin burt frá sér til næsta
sýslumanns, og svo lcoll af kolli. Það var eitt af þeirra
embættisverkum. Þeir áttu að semja við bréfberana um
kaupið, leggja út féð, og senda svo reikninga til amt-
manns um áramót, er síðan sendi þá landfógeta. Hver
sýslumaður átti að »talgreina« eða skrásetja bréf þau, er
hann sendi frá sér, og tilgreina dag og ártal á skrána.
Kostnaðurinn við póstgöngurnar skyldi greiddur úr hin-
um »konunglega Cassa« fyrst um sinn, þar til þær bæru
sig sjálfar. Var hann áætlaður í fyrstu 39 rd.
Eins og í fornöld var þetta í fyrstu að eins gjört
fyrir starfsmenn þá, er voru í konungiegri þjónustu, fyr-
ir embættismennina og kóngsverzlunar-þjónana. Það er
skýrt tekið fram, að enginn póstur verði sendur, nema
eitthvað sé að senda af þesskyns bréfum, en séu þau til,
þá megi lílca um leið láta öll önnur bréf fylgjast með.
En ekki var þá komið á neinum póstflutningi inn-
anlands milli sjálfra landsmanna, en það var gjört þrem-
ur árum síðar, 1779, og ákveðinn burðareyrir 2 skilding-
ar fyrir hverja sýslu, sem bréfið færi um. En undir
bréf til Bessastaða var sérstakur burðareyrir eftir vega-
12*