Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 198
iSo
lengd. Fyrir einfalt bréf, ekki yfir i lóö, ur Þingeyjar-
sýslu, ísafjarðars. og Múlasýslum 8 sk., Eyjafjarðarsýslu
og Austur-Skaftafellssýslu 7 sk., Skagafjarðarsýslu, Barða-
strandarsýslu og Vestur-Skaftafellss. 6 sk., Húnavatnssýslu,
Dalasýslu og Rangárvallasýslu 4 sk., úr Mýrasýslu og
Árnessýslu 2 sk\, -en frá Bessastöðum voru bréfin flutt
ókeypis til Kaupmannabafnar með verzlunarskipunum og
síðar með póstskipinu. Engin óborguð bréf voru tekin
til flutnings innanlánds, en öll embættisbréf voru burðar-
eyri undanbegin, og skyldi á þau ritað »kongelig Tjen-
este alene angaaende«. Burðargjaldstextinn þótti að cðru
Íeyti svo flókinn, að 1786 þurfti sérstakt kóngsbréí til
að skýra hann á þessa leið:1 »Leggist fleiri bréf inn í
eitt, borgist fyrir hvert einstakt sérstakur burðareyrir.
Þykk bréf með öðrum skjölum borgist eftir þyngd:
fyrir bréf með skjölum að 1 lóði . . D/2 einfaldur
bréfburðareyrir;
fyrir bréf með skjölum 1—2 lóð tvöfaldur bréf-
burðareyrir;
sé það þyngra, greiðist auk hins tvöfalda burðareyr-
is af 2 fyrstu lóðunum, J/4 einf. burðareyri fyrir hvert
lóð yfir 2—20 lóð. og x/8 einf. burðareyri fyrir hvert
lóð yfir 20—50 Ióð«.
Þrátt fyrir útlistunina sýnist reikningurinn við þetta
samt ærið flókinn eða ógreiður, en svo mikið er víst, að
bréfburðargjaldið gat orðið afarhátt milli sýslna, er langt
var á milli, þannig gat orðið undir einfalt bréf úr Múla-
sýslum til ísafjs. um 60—70 aur.
En þó að nú stjórnin hefði gert allar þessar fyrir-
skipanir, var þeim samt ekki framfylgt alstaðar íyrst fram-
an af. Það virðist hafa gengið tregt að koma þessum
bréfaflutningi reglulega á úr öllum héruðum landsins, og
1) Lögþingisbók 1786, Nr. XVIII.