Andvari - 01.01.1901, Qupperneq 199
má ráða það af bréli rentukammersins til Thódals 1781.
Spyrst það fyrir urn, hvaÖ því líði að koma frarnan-
skrifuðum póstgöngum á í sýslunum, og sést það af
svari stiftamtmanns, að drátturinn á framkvæmdum í þá
átt stafi af því, að konungsins þjónustumenn í sumum
héruðum landsins, einkum þeim sem fjarlægust voru,
trössuðu að senda bréf áleiðis, af því að þeim þótti þau
of fá til þess að byrja með. Þess vegna herðir rentu-
kammerið á því, að þessu sé kipt í lag og leggur fyrir
1782, að senda skuli bréfin, hvort sem þau séu mörg
eða fá.
Arið 1786 er einkar-merkilegt ár í sögu land vors.
Þ á er verzlunin gefin laus við alla þegna Danakonungs
og kóngsverzlunin gamla upphafin, en árin áður höfðu
gengið hin mestu harðæri og óáran, eldgos 1783, jarð-
skjálftar 1784, og margar þúsundir nianna dáið úr hungri.
Þess vegna voru þessar og aðrar ráðstafanir gerðar til að
létta neyðinni og lijálpa landinu upp aftur. Þ á var
fyrirskipað, að settir skyldu 4 vissir póstar (Postförere),
einn í hverjum fjórðungi, einn úr Suður-Múlasýslu, ann-
ar úr Eyjafjarðarsýslu, þriðji úr Isafjarðarsýslu og fjórði
úr Gullbringusýslu sunnanlands með 24 rd. árslaunum
hver, og eftir 12 ára trúa þjónustu 3 rd. í eftirlaun.
Áttu þeir allir að vera komnir á sama tíma til Bessastaða,
fyrir 1. marz, 1. maí og 1. september. Það er gerð sú
breyting á póstgöngunum, að Vesturlandspóstur fer þá ^úr
ísafjarðarsýslu yfir vesturhafnirnar til sýslumannsins í
Barðastrandarsýslu, þaðan til Búðardals í Dalasýslu, til
Stykkishólms (þangað er komið bréfunum frá Ólafsvík
með aukapósti), og svo áfram alla leið til Bessastaða. Og
Sunnanlandspóstur fer frá Bessastöðum, um Hafnarfjörð,
Keflavík, Boesand (d: Bátsenda), Grindavík og Eyrarbakka
um Árnessýslu að Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu, og
tekur þar við bréfunum af aukapósti úr Skaftafellssýslu.