Andvari - 01.01.1901, Page 200
182
Það er um leið ákveðið, að póstar þessir skyldu hafa
málmskildi með fangamarki konungs og kórónu og poka
(Vadsække) undir flutninginn. Þeir skyldu hafa stunda-
seðla með sér, eins og þeir hafa enn í dag; á þá skyldi
skrifa burtfarar- og komutíma póstanna, og ennfremur
hvernig færðin væri. Sýslumennirnir afgreiða bréfin hver
úr sinni sýslu, og mega ekki halda póstinum iengur hjá
sér en hálfa klukkustund.
í hinu sama opna kóngsbréfi 1786, sem gefur verzl-
unina lausa, eru hin fyrstu ákvæði um, að reglulegt póst-
skip skuli haft í förum. Þessu hafði verið f}-rst hreyft
af Thódal stiftamtmanni og toilstofan danska skrifar til
hans 1774,1 að til þess komið verði á reglulegri ferðum
milli landa en átt hafi sér stað með verzlunarskipunum,
þurfi fvrst og fremst að rannsaka, hvar höfn sé hentugust
sem næst Bessastöðum, við Hafnarfjörð eða Hólminn (við
Rvik), þar sem skip geti legið vetrarlangt. Fréttir frá landinu
og til landsins bárust að eins með kauphöndlunarskipunum,
og 1778 er kvartað yfir, að fréttir og skýrslur embættis-
manna berist ekki til Kaupmannahafnar fyr en i ágúst-
mánuði. En svo liðu 12 ár, að engu var breytt, • og
ekkert framkvæmt í þessu efni, fyr en 1786, að fyrir-
skipað var 1 áðurnefndu kóngsbréfi, 19. grein, á þessa
leið:2 »Svo að jafnaðarlega verða kunni ferðir á milli
Islands og Vorra annara landa i Norðurálfunni, viljum
Vér á einbvern hátt bera umsjón fyrir, að sett verði viss
og stöðug orða með póstskip eitt, er liggi vetrarlegu á
íslandi, en að vorum snemmindis taki þaðan með sér,
til Norvegs og hingað, baeði bréf þegna Von‘a og hin,
er Vorri þjónustu heyra, og eins hvað annað, er Irraða
þarf; líka skal það skip með sér taka heim aftur til knds-
1) Lovs. f. Isl. IV, 107.
2) Lovs. f. Isl. V, 324.