Andvari - 01.01.1901, Síða 201
ins bréf þau öll og! boð frá Vorum Collegiis, er þáfyrir
hendi eru, ásamt öðrurir bréfum og ferðafólki*.
Fyrst var ákveðið, að þetta póstskip skyldi fara tvær
ferðir á ári, og fara þá snemma vors frá íslandi til Kaup-
mannahafnar (og aftur sem fyrst tiJ Islands), og á haust-
in í byrjun ágústmánaðar til Christianssand (og aftur í
september til Islands). En á íslandi skyldi það vera
vetrarlangt.
Þessu var svo breytt eftir 4 ár (1790) og Islending-
ar fengu ekki nema eina póstskipsferðina á ári, en aftur
var svo látið heita, að »fálkaskipiS« færi hiná ferðina.
Með þessa einu póstskipsferð frá landinu á vorin,
og aftur til landsins á haustin, létu Islendingar sér nægja
allan fyrri helming nítjándu aldarinnar alt frám að 1852.
Og eiirs og hér að framan er skráð um póstgöngurnar,
hélst fyrirkomulagið óbreytt allan fyrsta fjórðung 19. ald-
arinnar og ah fram að 1831.
Þegar stiftamtmennirnir hættu að búa á Bessastöð-
um, og Rej7kjavik um og eftir aldamót 1800 dró allar
helztu stofnanirnar, stiftsyíirvöld, landfógeta og álla helztu
embættismennina smátt og smátt til sín, hættu póstarnir
að fara til Bessastaða og söfnuðust nú í Reykjavík, því
að þangað kom póstduggan ýmist eða til Hafnarfjarðar.
Stiftamtmaður hafði lykilinn að póstkössunum með út-
lendu bréfunum, og hann afgreiddi póstana allan fyrri
helming aldarinnar.
Alt fram að 1850 urðu engar breytingar á póstgöng-
unum aðrar en þær, að 1831 var fjölgað póstferðunum
um Suðuramtið frá Rvík. austur í Skaftafellssýslur, þann-
ig að þær urðu alls 8, fyrsta þegar eftir nýár, hinar í
aþrí'l, maí, júní, ágúst, september, október og sú síðasta,
er póstskipið væri koinið frá útlöndum að haustinu. Er
Krieger1 stiftamtmanni leyft að koma þessu í framkvæmd.
1) Lovh. f. Isl. IX.