Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 202
184
Raunar fór amtmaðurinn í Norður- og Austuramtinu,
Steíán Thorarensen, fram á það um 1820, að gjörð yrði
breyting á póstgöngunum þar nyrðra, og vildi fá ferðun-
um fjölgað, en rentukammerið sinti því engu og svaraði
að eins, að fyrst um sinn yrði alt að vera við sama og
áður, en gaf lionum þó leyfi til að mega senda skyndi-
boða í amti sinu, þegar það væri í bráðnauðsynlegum
embættiserindum. En engu var þar breytt í líkingu við
fjölgun suðuramtsferðanna, og alt var við það sama langt
fram yfir miðja öld.
Það er líka komist svo að orði í grein um blað- og
póstleysi á Islandi í »Nýjum Félagsritum« 1846, að
póstgöngur á íslandi séu varla teljandi nema í Sunn-
lendingafjórðungi, því að það sé að eins tvisvar á ári, að
póstur fari urn hina fjórðungana. Það sem beri við í
einhverjum landsfjórðungnum, þurfi þess vegna misseri
eða jafnvel ár til að komast í hina fjórðungana. Það sé
orðið máltæki, að skemsta leiðin milli fjórðunganna á ís-
landi sé um Kaupmannahöfn. Þangað verði að senda
alþingistíðindin, til að koma þeim sem fljótast norður í
Skagafjörð, eða austur eða vestur. Samgönguleysið stóð
allri útgáfu blaða og rita fyrir þrifuiu, og póstgöngumar
sjálfar voru afar-ógreiðar og óáreiðanlegar. Ljóst dæmi
þess er, að 1853 stefndi stiftamtmaður mönnum til þings
og sendi bréfin frá sér í aprílmánuði, en alþingismenn-
irnir í Múlasýslum fengu ekki bréfin fyr en alþing var
um garð gengið, eða í októbermánuði sama ár.
Tekjurnar af póslgöngunum voru litlar sem engar.
Menn sendu almennt bréf sín helzt með ferðamönnum og
vermönnum á skotspónum, og af því leiddi, að bréfin
misfórust oft og tíðum og voru stundum opnuð af óvið-
komandi mönnum, og brann hvorttveggja löngum við
fram eftir öldinni.
Um og eftir miðja öldina fer fyrst að bera á nokkr-