Andvari - 01.01.1901, Page 203
um áhuga frá stjórnarinnar hálfu á því, að koma póst-
göngunum í betra horf, og sama ár, sem frímerki og
samkynja bréfburðargjald er innieitt innanlands í Dan-
mörku (1851), er þess getið, að innanríkisráðaneytið hafi
í huga að skrifast á við yfirvöldin á Islandi, um betra
fyrirkomulag á póstmálum landsins, um póstsambandið
milli Danmerkur og Islands, og stofnun póstafgreiðslu-
staða í helztu verzlunarstöðum landsins. En áður en
þessi hugsun yrði framkvæmd i verkinu í meginátriðun-
um, liðu samt meir en tuttugu ár, sem varið var til
bréfaskrifta frarn og aftur um málið, og aðalorsökin til
þess, að ekki varð komið á gagngjörðum breytingum á
öllum póstmálum landsins fyr en 1872, var sú, að fyrst
varð að útkljá deiluna um, með hverjum kjörum fjár-
hagsskilnaður íslands og Danmerkur yrði gjörður, svo og
að ákveða stöðu Islands i ríkinu. Ennfremur varð fyrst
að ákveða, nvort íslenzk póstmál skyldu framvegis heyra
undir dómsmálastjórnina eða hvort leggja skyldi mál þessi
undir aðalpóststjórnina i Danmörku. Neitaði fjárhags-
stjórnin 1858 nð gefa jáyrði sitt til þess, og bar það fyr-
ir, að póststjórnin danska hefði ekki nægan kunnugleik á
þvi, hvernig til bagaði á íslandi. Einnig var letigi ágrein-
ingur um, hvernig koma ætti fyrir póstgöngunum milli
amtanna. Var því amtmönnum, landfógeta og einum
manni af hendi alþingis skipað í nefnd i Reykjavík 1839,
til að taka það mál til meðferðar og gjöra þær uppá-
stungur, er þurfa þætti. 1861 var frumvarp til tilskipun-
ar, um sendingar með póstum, lagt fyrir alþingi, og
mæltist það til, að frv. yrði gjört að lögum, en þá þótti
stjórninni réttast, áður en frumvarpið kæmi út, að
samdar væru áður ákvarðanir um póstsamband rnilli Is-
lands og Danmerkur, og var það mál falið 2 embættis-
mönnum úr dómsmálastjórninni og póststjórninni dönsku
1863, en þeir luku aldrei þeim starfa af, og voru engar