Andvari - 01.01.1901, Side 205
1840 er fyrst farið að auglýsa fjárhagsreikninga ís-
lands eða útdrátt úr rikisreikningi Danmerkur. Þeir eru prent-
aðir í »Nýjum Félagsritum« og eftir 1850 í Landshags-
skýrslunum. Má af þeim sjá, að til póstgangna var varið um
500 rd. á ári hverju fram að 1860, en þá fer upphæðin
hækkandi á ári liverju, þar til 1864, að hún er orðin
1000 rd. og helzt sú upphæð fram um 1870. Var
henni skift rnilli amtanna þannig, að Snðuramtið fekk
225 rd., Vesturamtið 375 rd. og Norður- og Austur-
amtið 400 rd.
Þýðingarmestu umbæturnar á árunum 1850—1870
voru þær, að póstskipið, sem hafði farið einu sinni á
ári milli landa, er nú eftir 1850 látið fara 3 ferðir frá
Kaupmannahöfn til Reykjavíkur (í apríl, júlí og október)
og 1 ferð frá Liverpool (í janúar) og landpóstferðirnar
settar í samband við póstskipsferðirnar. Póstskipið var
lengi fram eftir öldinni tekið til leigu eftir lægsta boði á upp-
boðsþingum í Kaupmannahöfn; en um 5 ár, 1840—1844,
var útgerð þess fengin í hendur félagi nckkru í Reykja-
víkfyrir 1630 rd árlega, sem hafði verið póstskipsleiga að
meðaltali um 20 ár frá 1819 til 1838, og voru fulltrú-
ar þess háyfirdómari Þ. Sveinbjörnsson, yfirdómari J.
Johnsen og landlæknir J. Thorsteinsson, en síðan var það
aftur leigt á sama hátt og að undanförnu, á uppboðs-
þingum í Kaupmannahöfn. Arið 1858 er svo leigt
skrúfuskipið «Arcturus«, jyrsta gufuskipið, en áður hafði
seglskipið »Sölöven« verið lengi í förum. Var nú
ferðunum og fjölgað, svo að þær urðu sex á ári, en um
leið voru Færeyjar teknar með í áætlunina, sem aldrei
skyldi verið hafa. Það var íslenzka stjórnardeildin í Kaup-
mannahöfn og stiftamtmaðurinn i Reykjavík, sem höfðu
afgreiðslu póstsins á hendi, og í þeirri ferðinni, sem
skipið fór til Liverpool, var pósturinn þar afgreiddur af
danska konsúlnum. í fyrsta sinni 1861 fer póstskipið