Andvari - 01.01.1901, Side 206
188
2 ferðir norðnr um land frá Reykjavík, en kemur þó að
eins við á Akureyri. Var því þá þegar hreyft, að skipið
kæmi við á fleiri stöðum, en þó er það ekki fyr en 1868,
er ssameinaða gufuskipafélagið« hafði ke)'pt »Arcturus« og
tekið að sér póstskipsferðirnar, að Djúpavogi er bætt við
á áætlunina sem og Vestmanneyjum.
Arið 1870 tekur póststjórnin danska að sér að ann-
ast afgreiðslu póstsins milli Danmerkur og Islands og
árið eftir, 1871, gaf ríkisdagurinn danski upp á sitt ein-
dæmi út lög um stöðu íslands í ríkinu. og þá var ekk-
ert lengur því til fyrirstöðu, að koma reglulegu skipulagi
á póstsambandið milli íslands og Danmerkur og íslenzk
póstmál yfirleitt, því að um leið var fjárbagsmálið út-
kljáð. Þá fer að koma skrið á póstmálin, Hið samein-
aða gufuskipafélag lætur afgreiðslumann sinn í Reykjavík,
Ola Finsen, einnig annast afgreiðslu póstsins 1870—72,
og auglýsa reglugjörð um póstsendingar milli Danmerk-
ur og Reykjavíkur.' Þá er fyrst farið að borga undir
bréí milli landa, því að áður höfðu þau verið flutt kauplaust.
Þá er ákveðinn burðareyrir 8 sk. uudir bréf til Dan-
merkur alt að 3 kv. og 16 sk. fyrir bréf frá 3 — 50 kv.
Fyrir krossband 4 sk. alt að 8 kv. og 8 sk. frá 8—50
kv. Fyrir ábyrgðarbréf 8 sk. Fyrir 50 rd. í peninga
bréfi 8 sk., fyrir 50—100 rd. 16 sk. og síðan fyrir
hverja 100 rd. 16 sk. Fyrir bögla 1 pd. 16 sk., 1—2
pd. 32 sk., 2-—5 pd. 48 sk.. Þyngri en 5 pd. böglar
eru ekki teknir fyr en 1881. — Póstskipsferðirnar urðu sjö
(nú 18) og skipið kom við á Skotlandi, ýmist í Leir-
vík, Leith eða Granton. Það fór frá Kaupmannahöfn
kl. 9 að morgni, eins og enn á sér stað, og frá Reykja-
vík kl. 6 að morgni í stað þess að nú fara skipin þaðan
til útlanda kl. 6 að kvöldi.
1) -PreutuS í Noröanfara VIII, 97.