Andvari - 01.01.1901, Side 207
189
1872 er svo afgreiðslumaður hins sameinaða gufu-
skipafélags, Oli Finsen, skipaður fyrstur póstmeistari ís-
lands og sama ár er póstmálunum komið í fastar skorð-
ur með tilskipun um póstmál 26. febr. og auglýsing um
póstmál 3. maí. Island verður sérstakt póstumdæmi
undir yfirstjórn landshöfðingja, með sérstökum frímerkjum
og sérstökum samkynja burðargjaldstaxta. Skal hér getið
breytinga þeirra, sem þá urðn á póstmálunum, og urn
leið til samanburðar bent á, hvernig nú hagar til i þeim
efnum um aldamótin.
Það voru stofnaðar 3 aðalpóstgöngur:
1. Milli Reýkjavíkur og Isaíjarðar yfir Stykkishólm.
2. Milli Reykjavíkur og Djúpavogs yfir Akureyri.
3. Milli lleykjavíkur og Djúpavogs yfir Kirkju-
bæjarldaustur.
Nú um aldamótin fer hinn fyrsti um Norðtungu,
en aukapóstur fer þaðan til Stykkishólms. Hinn 3. fer nú alla
leið til Eskifjarðar, en pósturinn yfir Akureyri til Seyðis-
fjarðar, og koma báðir við á Egilsstöðum. Stór breyting
til hagræðis og flýtisauka var gerð síðar, að póstarnir
voru látnir mætast á vesturleið i Hjarðarholti í Dölum,
á norðurleið á Stað og Akureyri, og á austurleið í Odda,
Kirkjubæjarklaustri og Borgum.
15 póstafgreiðslur voru settar á stofn: í Stykkis-
hólmi, ísafirði, Akureyri, ■ Seyðisfirði, Djúpavogi, Vest-
manneyjum, Hjarðarholti í Mýrarsýslu (nú að Norðtungu),
Miklaholti (lögð niður aftur 1900), Bæ í Barðastranda-
sýslu, Sveinsstöðum (flutt á Blönduós 1900), Miklabæ
(nú Viðimýri), Grenjaðarstað, Egilsstöðum, Kirkjubæjar-
klaustri og Velli í Rangárvallasýslu (nú að Odda). Síðar
var Hraungerði bætt við, Borgum í Suður-Múlasýslu,
Hjarðarholti í Dalasýslu, og verzlunarstöðunum Eskifirði,
Vopnafirði, Sauðárkrók og Þingeyri. Nú eru póstafgreiðslu-
menn utan Reykjavíkur alls 21 (þar af einn kvenmaður