Andvari - 01.01.1901, Page 208
190
á Bæ í Króksíirði) og í Reykjavík tveir, settir póstmeist-
ara til aðstoðar 1900.
Póstafgreiðslulaunin voru þá ákveðin frá 15 til 35
rd., en eru nú um aldamótin frá 100 til 900 kr.—Bréf-
hirðingamenn voru þá 54, en eru nú orðnir um 165
(þar af tveir kvenmenn, á Lækjamóti og í Vatnsfirði).
Þeir höfðu þá 5 —10 rd. á ári, en hafa nú frá 5 kr, til
120 kr. — Þá voru aukapóstgöngurnar n; en eru nú orðn-
ar um 70. Þá átti póstmeistarinn að hafa póststofuna
opna 8 tíma á dag í 10 daga áður en póstar áttu að
fara frá Reykjavík og í 4 daga eftir að þeir voru komnir
þangað, en annars skyldi hún opin 2 tímai á dag. Nú
er hún opin 8 tíma á hverjum degi og á sunnudögum,
er sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
Eins og allar samgöngur hafa tekið stórgerðum fram-
förum á síðasta aldarfjórðungnum, bæði hvað vegabætur
snertir og sjóferðir kringum strendur landsins, eins hefir
um leið meir og meir veríð greitt fyrir öllum póstflutningi,
aukapóstum fjölgað, nýjar bréfhirðingar settar á stoín og
bréfbirðingunum í verzlunarstöðunum breytt í póstafgreiðsl-
ur, er þeir uxu upp og íbúunum fjölgaði. Þegar tveir
sérstakir strandferðabátar (»Hólar« og »Skálbolt«) hófu
ferðir sínar 1898 (alls 13) i mánuðunum apríl—október
frá Reykjavík til Akureyrar og komu við á yfir 60 stöð-
urn, varð að bæta við nýjum bréfhirðingum og aukapóst-
um og koma landpóstunum meir og ineir í samband
við skipaferðirnar.
1876 var fyrst útgefin auglýsing um staðfest-
ing á póstmálasamþykt þeirri, er gerð var á allsherjar-
fundinum i Bern 1874 °g ísland þar með tekið inn í
allsherjarpóstsambandið (Union genérale des postes), er
síðar 1878 breytti um nafn og nefnist nú »Union post-
ale universelle« eða allsherjarpóstfélagið.
1879 voru bréfspjöld fyrst innleidd.