Andvari - 01.01.1901, Page 209
Fram að 1881 mátti' prentað mál í krossbandi ekki
vera þyngra én jo kvintv Síðan má senda alt að 5 pd.
í einn innanlands. 1881 var líka burðargjaldinu breytt
í 3 aura fyrir hver ro kv., en áður var það 10
aurar fyrir 1^25 kv. og 15 aurar fyrir 25 — 50 kvint.
Þá var og leyft að flytja 10 pd. bögla með skip-
um, er áður máttu ekki vera þyngri en 5 pd. Með
landpóstum á vetrum voru ekki teknir til flutnings þyngri
böglar en eitt pd., í stað þess að nú mega þeir vera alt
að 5 pd. — Póstávisanir var leyft 1870 að mætti senda
milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur, svo og Seyðis-
fjarðar, en 1872 voru þær einungis bundnar við Reykja-
vík og svo er enn. Peningar milli Islands og Danmerk-
ur voru áður sendir á þann hátt, að þeir voru borgaðir
inn til landfógeta í jarðabókasjóðinn og síðan aftur greidd-
ir út í aðalfjárhirzlunni í Kaupmannahöfn samkvæmt ávís-
unum og virðist það hafa verið fyrst leyft af rentukamm-
etinu 1818.1 Nú geta einnig Isafjörður, Akureyri og
Seyðisfjörður sent póstávísanir til útlanda, en þó nð eins.
um póststofuna í Reykjavík, sem sendir allar danskar
póstávísanir til Kaupmannahafnar, allar brezkar til London,
en allar aðrar útlendar til Korsör.
Um það ley^ti er Sigurður Briem verður póstmeislari
1897, breytist margt við póstafgreiðsluna í höfuðstaðnum.
Sama ár kaupir landið 'barnaskólahús bæjarins og lætur
breyta því í póststofu. Varð þá alt greiðara aðgöngu
við afgreiðslu póstsins, er hægt var að hafa böglapóstaf-
greiðslu út af fyrir sig og sérstaka afgreiðslu við móttöku
póstávísana o. fl. í fyrra var komið á sérstökum bréfa-
burði um höíuðstaðinn tyisvar á dag og urðu bæjarbréf-
in um 6000.2 Póstbréfakassar (5) voru þá festir upp víðs-
1) Lovsaml. for Isl. 182Q •■(17/5).
2) í skýrslu um póstflutniuga fyrir 1876—79 (Stjtíð.