Andvari - 01.01.1901, Page 210
192
vegar nm bæinn eílir ráðstöfun póstmeistara. Bærinn
er og það á undan Kaupmannahöfn að hafa bréfahólf
(box), er bæjarmenn geta leigt á póststofunni og fengið
bréf sin í bæði fljótar en áður og eins þó að sjálfri
póststofunni sé lokað, t. d. að nætnrþeli.
í fyrra var komið fyrst á fót póstvagnferðum frá
Reykjavík til Ægissíðu á hverjum mánudegi kl. 6 síðd.
frá 15. júní til 1. október, og frá Reykjavík til Þingvalla
á hverjutn laugardegi kl. 8 árdegis í mátjuðunum júlí
og ágúst.
Þar eð margt er orðið úrelt i reglum þeim og lög-
um, sem nú gilda urn póstmál, og ýmsar umbætur á
þeim eru nauðsynlegar, er í ráði að lagt verði fyrir
næsta þing frumvarp um gagngerðar breytingar á póst-
lögum landsins, eftir tillögum og uudirlagi póstmeistara.
Af mörgu má sjá, hve póstflutningar hafa aukist og
hve viðskifti manna um leið, bæði innanlands og við út-
lönd, hafa vaxið á síðustu árum. A 20 árum, 1874—
1894 hefir tala almennra bréfa tifaldast, úr 18,000 upp
í 180,000, og böglatalan nær þrefaldast, úr 2250 upp
í 6400, og peningabréf svo stórkostlega margfaldást, að
1874 eru þau að eins 180, en 1894 13,129. Og þeg-
ar borin er saman bréfatalan, sem farið hefir frá Islandi
til Danmerkur 1898—99 og 1899—1900* 1 sést, að á
þessu eina ári hafa þau aukist um 1600 og frá Danmörku
til íslands um 4000, og er það ekkert smáræði. Auk
þess er meginið af utanríkisbréfum, er fara um Leith,
ekki talið með.
1881) er þess getið, að eitt bróf hafi verið »frá Revkjavík
til Reykjavíkur« og að það só bróf frá manni f Reykjavík til
innanbæjarmanns, »sem fanst í brófkassa póststofunnar«.
1) Tekið eftir »Oversigt over det danske Postvæsens
Statistik«.