Andvari - 01.01.1901, Síða 211
193
Af póstávísunum var sent frá íslandi til Danmerkur:
1888—89 1726 að tölu, 173,502 kr.
1898—99 2471 að tölu, 341,572 kr.
og hefði munurinn orðið enn meiri, hefði landsbankinn
ekki tekið að sér flutning á peningum, eins og hann
gerði eftir 1892, er hann fór að hafa veruleg peniuga-
skifti við útlenda banka. 1892 varð upphæð póstávísana
frá íslandi til Danmerkur hæst, nl. 493,066.1
Til póststjórnarinnar á Islandi var varið 1875 ein-
um 5000 kr. Nú er varið til hennar um 66,000 kr.
Tekjur af póstferðum voru 1876—77 alls 7500 kr. Nú eru
þær 36,000 kr. Til að launa póstmönnum var veitt
1876—77 3200 kr., nú 19,600 kr. Til póstflutninga
eingöngu var þá veitt 8600 kr., nú 40,000 kr.
1874'var kvittunarbók fyrir ábyrgðarsendingar við
póststofuna í Reykjavík lítið stærri en vasabók í 16 bl.
broti. Nú eru kvittunarbækur þrjár í 4 bl. broti, ein fyrir
póstsendingar með skipum, önnur fyrir póstsendingar með
bátunum og (riðja fyrir landpósta, og endist hver lítið
meira en árið.
Enn má sjá muninn, er menn bera saman allar þær
póstáætlanir, sem mi eru gefnar út, — landpósta, milli-
landaskipa, strandferðabáta, póstvagnferðanna, gufubátanna:
»Reykjavíkur«, »Asgeirs litla«, Wathnes-skipanna og
Tulinius-skipanna — saman við hina fyrstu póstáætlun, sem
prentuð var á öldinni sem leið2 og sett er hér vegna
fágætis, — eða jafnvel saman við póstáætlanirnar eftir 1872,
er komust á eina eða tvær opnur í Stjórnartíðindunum
alt fram að 1880.
1) Nánari upplysingar um póstsendingar 1 Landshags-
skýrslum 1900, sem komu út eftir að þessi ritgjörð var
samin.
2) í »Vasaqveri fyrir bændur og einfalldlinga á íslandi.«
Kmh. 1782.
13