Andvari - 01.01.1901, Page 215
i97
á báli eða fela ólæknisfróðum leikmönnum geymslu þeirra,
og farið að koma þeim í geðveikrahæli undir stjórn lækn-
isfróðra rnanna. En síðustu fimtíu árin hefir henni
fleygt fram stórum, enda meir en nokkurri annarri grein
læknisfræðinnar. Bókmentirnar í þeirri grein eru afar-
miklar; daglega koma nýir og nýir sjúkdómar upp úr
kafinu; og sífelt greinir menn stórmikið á urn skilning á
sjúkdómnm þeim, sem kunnir eru. Þessi fræðigrein er
þvi mjög flókin og örðug viðfangs, og kemst hver og
einn skjótt að raun um það, er lesið hefir fleiri en eina
bók í þeim fræðum.
Það eru vist ekki heldur nein veikindi jafn-eðlisólík
eftir því, hvérrar þjóðar sjúkiingurinn er, eins og veikindi
á sálunni. Próf. Lange tekur það rétt fram, að geðveikir
menn, sinn með hverju þjóðerni, séu frábrugðnir hver öðr-
um að sama skapi og þjóðareinkenni hvers um sig. Og
vera má, að mismunurinn komi enn betur og greinilegar
í Ijós meðal manna, er hver hefir sitt þjóðerni, sem veik-
ir eru á sálunni, en meðai þeirra, sem hafa fulla andlega
heilsu. Þegar nú þess er gætt, að eftir þvi, sem eg fæ
bezt séð, eru þjóðareinkenni Islendinga mjög ólík þjóðar-
einkennum Dana — svo ólik, að vér Danir skiljum oft
ekki lifandi vitund í hugsunarhætti og athöfnum andlega
heilbrigðra manna hér á iandi — þá býst eg við að menn
játi eins og próf. Helweg sálugi gjörði á sínum tíma, að
það sé æði-umfangsmikið verkefni og örðugt, sem eg hefi
valið mér: að verða sérfræðingur í íslenzkum geðveikra-
sjúkdómum.
Og við alt þetta bætast svo þeir erfiðleikar, sem stafa
af málinu, og aukast þeir fyrir það, að ýmsar truflanir
verða oft og tíðum á málfæri geðveikra.
Menn verða því að játa það með mér, að enda þótt
eg væri danskur sérfræðingur í geðveikrasjúkdómum,
mundi mér samt ekki veita af margra ára ástundun hér,