Andvari - 01.01.1901, Side 216
198
til þess að afla mér nákvæms og innilegs skilnings á
sjúkum löndum mínum; og þá, en ekki fyr, verður það
viðeigandi, að telja sig sérfrœðing í íslenzkum geðvcikra-
sjúkdómum.
Til þess, að eg áræði nú þegar að takast á hendur
þetta mikla hlutverk, að verða islenzkur geðveikralæknir,
liggja þær ástæður, að eg hefi góða undirbúningsþekkingu
til að byggja á, og að eg veit ekki til, að neinn annar
læknir sé hér á landi sem stendur, er getur eða vill taka
það aö sér, enda þótt flestum embættisbræðrum mínum
finnist vafalaust ástandið nú i þessu efni óþolandi, eins
og mér. Og livar ætti nokkur maður að geta lagt stund
á islenzka geðveiki, meðan engin geðveikrastofnun er til?
Þó að maður skoði 5 eða 6 sjúklinga í umdæmi sínu, þá
fæst sannarlega ekki mikil hugmynd um, í hvaða mynd-
um sjúkdómarnir korna íyrir hér á landi. En ef nokkuð
verður úr geðveikrahæli mínu, þá geta Islendingar fengið
þar sérfræðismentun og orðið betri sérfræðingar en eg get
orðið, sem danskur er. Stofnunin verður þá líka til góðs
að þessu leyti.
Þvi get eg lofað, að ef af þvi verður að geðveikra-
hælið verði reist, get eg að minsta kosti látið sjiiklingum
mínum liða betur en nú á sér stað, og líka létt erfiðleikum
og áliyggjum á cettingjum peirra og vinum; þeir geta feng-
ið að heimsækja þá, og frá mér geta þeir fengið skrifleg
svör, ef þeir senda mér fyrirspurn um hagi þeirra. —
Vera má líka, að eg geti efnt meira en eg lofa.
Eins og skýrt er frá í ísafoldargreininni í fyrra er
það tengdamóðir mín, jiistizráðsekkja Hostrup-Scliultz, sem
ætlar að leggja fram fé það, sem þörf krefur — og það
er kona mín, sem talað hefir þar máli okkar.
En tvö skilyrði eru sett, sem eg vona að ntenn
fallist á við nánari íhugun. Þau eru, að landið leggi til