Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 217
i99
jðrð ókeypis
og
b o r gi árlegan k o stn að v ið spit alahaldið,
gegn pví að Já Jullan umráðarétt yjir stojnuninni.
Eg skal nú skýra þetta nánara.
Fyrst og fremst verður landið, það. er að segja lands-
sjóður Islands, að leggja okkur til stóra og góða jörð
undir spítalann. Það er svo að skilja, að auk sjálfrar
húslóðarinnar og tveggja afgirtra svæða undir garða (ann-
an fyrir karla, hinn fyrir konur), sem fylgi henni, verð
eg líka að hafa gott og stórt tún og víðlendar engjar.
Jörðin má ekki vera of afskekt, því að annars verður
flutningur á vistum og eldivið svo dýr, að árskostnaður-
inn verður of hár. Hins vegar anðvitað ekki í eða fast
við bæ eða í þéttbýli. Bezt er að þar sé á, sem ekki
leggur að vetrinum; það gjörir mér sem sé auðið að hafa
raflýsingu i stofnuninni, og er það bæði hagur í heil-
brigðislegu tilliti og dregur mikið úr árskostnaðinum við
spitalahaldið; kostnaðinn að koma upp raflýsingunni greið-
um við og áhöld öll: túrbínur, dynamo, þræði, lampa o.
s. frv. Það er líka auðskilið, að brjálað fólk og steinolíu-
lampar eiga ekki vel saman. — Auk þessa þarf alt af að
vera að þvo, þar sem óþrifnir geðveiklingar eru, rúmföt
þeirra og gólfið meðal annars. Og ef áin er of langt í
burtu, þá er ekki auðvelt að láta nota það meðalið, sem
mest á ríð.ur, nefnilega böð (steypiböð, heit böð o. s. frv.).
Jörðin verður að vera stór, svo stór, að ekki að
eins fimtán, heldur að minsta kosti fimtíu manns geti
fengið þar nóg að gjöra. Þvi að eg verð að geta látið
sjúklinga mina hafa það fyrir stafni, sem bezt á við þess
konar sjúklinga, sem sé útivinnn við landbúnað (hér yrði
það þá helzt jarðrækt, að pæla garða og tína burtu steina
o. s. frv.). Langbezta lækninga-aðferðin við geðveika er að