Andvari - 01.01.1901, Page 218
200
láta þá vinna með skynsamlegu eftirliti og umsjón læku-
is þá vinnu, sem hverjum hentar bezt, án þess auðvitað
að ofreyna sig. Með því að taka þannig óræktað land til
yrkingar, að sínu leyti eins og józku »heiðarnar« eru
græddar upp, er tvent unnið: sjúklingar mínir fá kost á
hollri og hentugri vinnu, og landið eignast laglegan og
vel yrktan blett. — Enda þótt eg muni og sjúklingar
mínir leggja mikla stund á að rækta upp bolt og mela,
verðum við samt líka að hafa tún til að vinna að að öllu
leyti, og fá hey af til fóðurs handa kúm okkar, hestum
og sauðfé. Nú gengur líka stefna tímans meir og meir
í þá átt, að setja reglulegar geðveikra-nýlendur á stofn;
gömlu geðveikraspítalarnir skuggalegu, þar sem sjúkling-
arnir voru lokaðir inni í klefum eins og í fangelsi, eru
að hverfa úr sögunni; frjálsleg geðveikrahæli með mörg-
um gæzlumönnum og hjúkrunarkonum eru að koma í
staðinn. Þetta »open door systetn« er nú viða komið á
og hefir hepnast framúrskarandi vel. Og ef eg fer að
reisa hér spítala, þá verður það að svo miklu leyti, sem
unt er í, þessu sniði.
Allir geta sjúklingarnir stuðlað talsvert að þvi með
vinnu sinni, að draga úr ársútgjöldum spítalans, og það
bæði þeir, sem læknandi eru, og þeir, sem eru ólækn-
andi. Hver einasts geðveikisstofnun erlendis rekur land-
búskap í stórum stíl, bæði kornyrkju og kvikfjárrækt.
Geðveikir trésmiðir vinna alt sem að trésmíðum lýtur og
stofnuuin þarfnast, geðveikir járnsmiðir gjöia við járná-
höld, sem úr lagi eru gengin, geðveikir málarar mála o.
s. frv. Þeir, sem sljóstir eru, rekja sundur kaðla eða ríða
mottur. — Þeir, sem allra lengst eru leiddir að því leyti,
geta auðvitað ekki unnið, og ekki heldur þeir sem eru
óðir og óhemjandi. — Geta má þess til dæmis, að í
»Östifternes Sindsygeanstalt ved Vordingborg« (Oringe)
er ekki keyptur einn einasti sokkur, vetlingur, skyrta, ull-