Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 222
204
samlega, hlýtur að hafa efni á þvi, — og líklega meiru,
þegar landið tieyðist til að auka við spítalann síðar.
Og ef landssjóður þiggur ekki nú tilboð okkar, er
enginn efi á því, að hann neyðist til að leggja einn út
i að koma upp spítala á fárra ára fresti, og þá verður
hann að borga þessar 30,000 kr. og meira til án okkar
aðstoðar.
Það leiðir af sjalfu sér, að sveitirnar (hrepparnir) og
landssjóður geta skift kostnaðinum til spítalahaldsins
milli sín; t. d að lilutaðeigandi sveitarfélög greiði '/4 úr
sveitarsjóði, landssjóður 3/<t. En það kemur ekki mál við
mig. Það er þingmanna vorra, að ráða viturlega fram
úr því. Mér stendur í sjálfu sér ekki á neinu, hver það
er, sem kostnaðinn greiðir.
Sem stendur hér á landi er annaðhvort hœttuleguvi
brjáluðum m'önnum komið jynr hjá bandum á kostnað sveit-
anna eða œttingja peirra, eins og enn gengst við á stöku
stað í Noregi, þrátt fyrir megnustu óánægja, af því að
geðveikrahælin þar geta ekki hýst alla geðveika‘Norð-
menn, —■ eða pá að geðveikicm löndum vorum er komiðn
á danska geðveikraspítala. Það er ekki nema um þetta
tvent að tefla.
Meðgjöfin hjá bændum er að meðaltali 300 kr. á
ári; en þá sjúklinga, sem eru sérlega hættulegir, taka
bændur auðvitað ekki nema fyrir langtum rneiri borgun.
Eg er viss um, að það er oftast frernur af brjóstgæðum
en vegna meðgjafarinnar, sem bændur taka þessa aum-
ingja. Því að h'agur getur vist örsjaldan að þvi orðið,
ef sjúklingurinn fær á annað borð sæmilegt viðurværi og
eftirlit. En bændur peir, sem taka pessa sjiiklinga á heim-
ili sin, takast á hendur mikla ábyrgð um leið — og ojtast
verður sú reyndin á, að pessiábyrgð er peim ojvaxin. Þetta