Andvari - 01.01.1901, Síða 223
20 5
kemur bæði sjúklingunum sjálfum og húsbændunum í
koll. Sjúklingarnir eru bundnir, látnir í afliýsi, slegið
utan um þá eða þeir látnir eiga sig að öllu leyti, enda
hafa húsbændurnir ekki fólksráð til þess að láta alt af
vera í hælunum á sjúldingunum, þrífa þá jafnan óðara
en þeir ata sig á saurindum sinum, vaka yfir þeim á
nóttunni í hættulegum vitleysuköstum o. s. frv: Hvernig
á húsbóndinn að afstýra sjálfsmorði? Hvernig á hann
að afstýra því, að geðveiklingur, sem ekki fæst til að
borða, deyi úr hungri? Hvernig á hann að sjá um að
eigi sé framin alls konar ósiðsemi og velsæmisbrot, sem
ef til vill leiða til þess, að sjúklingurinn eignast afkvæmi,
er taka sjúkleika hans að erfðum (alls konar geðveiki er
arfgeng öllum öðrum sjúkdómum fremur), og hvernig
getur hann eða heimilisfólk hans fengið frið til að sofa
og hvilast eftir erfitt dagsverk, þegar brjálaður maður
er að gera hávaða, æpa eða gráta alla liðlanga nóttina?
Um verulegar lækningatilraunir verður vitanlega ekki tals-
mál, er svona stendur á. Vist er um pað, að margur,
setn lœkna mœtti, verður aumingi æjilangt eða veslast upp
á pennan liátt.
Auðvitað held eg því ekki fram, að allir geðveikir
menn eigi að komast í geðveikrahæli. Mörgum af þeim,
sem kyrt hafa um sig, er langbezt að vera kyrrum heima
eða hjá skynsömum og brjóstgóðum húsbændum. En
hitt er alveg óþolandi, að hafa það fyrir reglu, að setja
alla geðveika menn undantekningarlaust og rannsóknar-
laust niður hjá einhverjum og einhverjum bónda, hvort
sem þeir eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, eða ekki.
Hvernig eiga hreppsnefndir að dæma um, hvort
geðveikur maður sé hættulegur? Til þess þarf víðtæka
þekkingu í geðlækningafræði og mikla reynslu. Eg hefi
oftar en einu sinni séð tvísýni á lífi mínu meðal geð-
veikra manna, og fyrir nokkurum árurn síðan veitti gam-