Andvari - 01.01.1901, Side 224
20 6
all maður, er í mörg ár hafði verið stillingin og geðprýð-
in sjálf, prój. Heliueg tilræði með stórum brauðkníf, er
hann bar rnenjar eftir til dauðadags. Einn skaut. á prój.
Pontoppidan með skammbyssu, og próf. Legaard í Krist-
jahíu varð fyrir sams konar tilræði. Og slík dæmi eru
til þúsundum saman. Þegar nú frægustu sérfræðingum
getur skeikað svona í því, að dæma um, hve hættulegir
sjúklingarnir séu, þá má nærri geta, hve færar hrepsnefnd-
irnar eru í þeitn efnum. — Það er sannreynt, að margir
morðingjar eru geðveikir. Jafnvel á »5í. Hanx Hospitak
við Hróarskeldu eru sjálfsmorð framin á hverju ári, og er
þó spitalanum ágætlega stjórnað og þjónustufólk þar svo
hundruðum skiftir. A Oringe bar það einu sinni við,
að sjúklingur stökk upp úr rúminu og rak höfuðið inn
í kyntan ofn; hann dó stuttu síðar af brunanum.
»Slíkt og þvílíkt á sér aldrei stað hér«, kann ein-
hver að segja. Af hverju er það dregið? Hér er engin
lögboðin líkskoðun, og fyrir því getur rnargt slíkt legið
i þagnargildi. Og eg hefi sjálfur liaft undir höndum
brjálaðnn Islrnding, sem átti heima á afbragðsgóðum
bóndabæ á Austurlandi; hann naut þar ástúðlegrar og
skynsamlegrar aðhlynningar, en engu að síður skar hann
sig á háls með vasahnífnunr sínum; hann dó á fjórða
degi. Þetta atvik hafði óafmáanleg álrrif á mig, og það
er einmitt það, sem hefir gefið mér tilefni til að koma
fram með uppástungu þá, sem hér er um að ræða.
Hins vegar hefir það rnörg óþægindi i för með sér;
aó senda geðveika Islendinga á danska geðveikraspítala, og
árangurinn af því á hinn bóginn oftast verri en enginn'.
Mjög mikils metinn læknir einn hér í Reykjavík kvartaði
yfir þessu við mig, að hann hefði orðið að hætta við að
koma geðveikum Islendingi einum á danskan geðveikra-