Andvari - 01.01.1901, Síða 225
207
spítala, af því ættingjar hans og sveitin vildu það eklci.
Og við — hann og eg ■— vorum á einu tnáli um það,
að það væri í rauninni vel skiljanlegt.
Fyrst og fremst er ferðiri dýr — og hér er vitan-
lega lítið urn peninga. Geðveikur maður getur ekki
ferðast einsamall; hann verður að hafa með sér að minsta
kosti einn áreiðanlegan mann, ofi veitir ekki af tveimur.
Það verður því að greiða ferðakostnað út fyrir 2 eða 3
og heim aftur fyrir 1 eða 2. Ef sjúklingurinn er
óþrifinn, verður að liafa handa honum sérstaka »káetu«,
og verður ferðin við það 3 eða 4 sinnum dýrari fyrir
hann en aðra farþega.
Þótt ekki væri annað en þetta, er eðlilegt, að það
væri nóg til þsss að fæla .fóik frá ferðinni. Og víst er
um pað, að pað cru jáir Islendingar á dönskum geðveikra-
spítölum.
Fyrir geðveika lslendinga á dönskum spítölum á að
borga 2 kr. 50 a. á dag (bezta aðhjúkrun), eða 1 kr.
87 a. (lakari aðhjúkrun), eða 1 kr. 35 a., en þá fær sjúk-
lingurinn ekki nema »lökustu« aðhjúkrun (sbr. Fællesre-
gulativet for Statens Sindsygeanstalter af 3. Nov. 1888).
þ. e. a. s. lakasta mat, lökustu föt, lökustu lagsbræðuig
fátækleg rúm og herbergi o. s. írv.
1 dönskum geðveikraspítöium eru íslenzkir sjúkling-
ar innan um heilan hóp af dönskum sjúklingum, sem
hann þekkir ekkert og getur vanalega ekki felt sig við,
meðal annars af því, að þjóðernið er svq ólíkt; hann
fær mat, sem hann er óvanur að borða; íslenzku skilur
enginn; og það er fjarska-sjaldgæft, að þar kcmi nokkur
landi hans, er hann geti talað við á móðurmáli sínu.
0 \
Ættingjar og vinir hinna sjúklinganna heimsækja þá á
sunnudögunum. Euginn heimsækir hann; hann situr ein-
mana og þráir ættingja og vini. Honum finst allir hafa
gleymt sér og enginn skeyta um sig, verður hljóður og