Andvari - 01.01.1901, Síða 226
208
þunglyndur. Eg hef sjálfur séð dæmi þessa, er eg dvaldi
í Danmörku nú í vetur sem leið. — Ef einhver yrði
geðveikur af þeim, sem mér eru nákomnir. og þyríti að
komast í geðveikraiiæli, t. d. bróðir minn, systir mín eða
kona, þá get eg varla hugsað mér neitt sárara en að
þurfa að senda hana áleina í annað land langt í burtu,
þar sem enginn skildi mál hennar né þjóðerniseinkenni,
þar sem eg gæti aldrei litið eftir, hvernig henni liði, og
þaðan sem eg gæti ekki búist við öðru en bréfum með
harmatölum og beiskum og réttmætum ásökunum.
Því skyldi aldrei gleyma, að margur er sá maður
geðveikur, sem alt tilfinninga- og hugsanalíf virðist í
fljótu bragði vera sloknað hjá eða svo breytt, að ætla
mætti að hann kynni ekki að þrá eða sakna neins —
sem þó sést hafa skyn á miklu fleiru en rnenn ætla,
ef nánara er að gætt.
Fábjána og þá, sem orðnir eru alveg sinnulausir —
þá mætti auðvitað senda suður á Sumatra eða hvert á
land, sem vera skyldi. En spítalavistin á einmitt að
sporna við því, að þeir verði svo langt leiddir. Þegar
svo er komið, pá er alt sálarlíj sloknað jyrir jult og alt —
pá cr í sjálfu sér engin ástæða til að senda sjúklingana á
spítala. Þessa sjúklinga er óhatt að láta vera kyrra heima
eða Jioma peim fyrir á bæjum. Það er óJl von úti um pá
og peir eru ekJci Jiœttulegir. — Þeir ættu ekki að taka upp
rúm á spítölunum frá öðrum sjúklingum, sem hafa þörf
á að vera þar. Og, eins og kunnugt er, er mikill rúm-
skortur í dönsku spítöiunum.
Eg lofaði hér að framan að koma með rök til þess,
að eg get ekki búist við að kostnaðurinn við hið fyrir-
hugaða íslenzka geðveikrahæli mitt verði minni en i kr.
2j a. fyrir livern sjúkling dagJega.