Andvari - 01.01.1901, Page 227
209
Eg bið þá þess gætt, að geðveikraspítala verður að
haga eftir alt öðrum meginreglum en öðrum spítölum.
A vanalegum spítala þarf t. d. ekki nema eitt rúm handa
hverjum sjúkling; eg verð að hafa minst 5 rúm fyrir
hverja 3 menn geðveika. Því víkur svo við. að það
verða að vera til aukarúm þegar einhver af sjúklingunum
gjörir hinum ónæði eða óþægindi. Ef einhver sjúkling-
anna fær þess konar kast — og það getur viljað til við
nálega hvaða geðveikistegund sem er — þá verður að
taka hann frá hinum sjúklingunum um stundar sakir. Ef
einhver af sjúkliugunum fær líkamleg veikindi t. d.
lungnabólgu, þá leiðir það af sjálfu sér, að ekki stoðar
að senda hann á almennan spítala. Eg verð að hafa sjálf-
ur aukarúm i aukaherbergjum handa honum. Svo verð
eg að minsta kosti að hafa sín tvö eins manns herberg-
in handa hvorum, körlum og konum, handa þeim allra-
ókyrlátustu, óþrifnustu og skemdagjörnustu; þess verður
og að gæta, að eg verð aðallega að taka til min þá, sem
verstir eru viðfangs af þeim geðveiku, því að þeir þur-fa
mest á hælisvist að halda, og þá er mestum erfiðleikum
bundið að halda á bæjunum. En paö parj einmitt sér-
staklega mikinn viðbúnað til að taka við pannig löguðu
úrkasti.
Og pví fleiri sem rúmin eru, pví fleiri stojur parj',
pví verra sem er að Jást við sjúklingana, pví meira parj
að kosta til hjúkrunarjólks. Vegna þessa og hins annars,
að ekki er að búast við að sjúklingar mínir geti linað á
kostnaði til neinna muna með vinnu sinni, verður hann
að sínu leyti meiri en t. d. við Laugarnesspítala. Þá
þarf og mikinn eldivið að tiltölu í hús, sem er svo
stórt eftir fólksfjölda — talsvert meiri kol á mann en i
-Laugarnesi.
En ej landið eykur við húsið og hagt verður að taka
T 14