Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 228
210
helmingi eÖa prisvar sinnum fieiri á spítalahn, hagláta sjúk-
linga og vinnufara líka, pá verður kostnaðurinn talsvert
minni á sjukling. Það þarf og fleira hjúkrunarfólk að til-
tölu fyrir fáa sjúklinga en marga.
Stöku máður hefir sýnt af sér þá prúðmensku eða
hitt þó heldur, að láta á sér skilja við mig, »að eg fengi
líka sjálfur allra beztu atvinnu við þessa stofnun«. Það
er í rauninni versta ósvífni við mig að gjöra sér annað
eins og þetta i hugarlund, að halda að eg sé að »spe-
kúlera« í geðveikum aumingjum, eins og kaupmaður í
saltfiski eða æðardún. Til þess að gjöra út af við þess
konar aðdróttanir í eitt skifti fyrir öll, lýsi eg pví hér
með opinberlega yfir, að eg œtla ekki að kr e j j a st pess,
að mér sé goldinn einn eyrir jyrir slarj mitt. Mér er það
full-ljóst, ?ið sjúklingar mínir munu baka mér mikla fyr-
irhöfn og umstang, að eg verð oft að stýra tilsjóninni
með sjúklingunum sjálfur, kenna hjúkrunarfólki mínu
sjálfur, vaka sjálfur yfir sjúklingunum nóttum saman, fá
mikið af vanþakklæti og mikið af bréfaskriftum til vina
og vandamanna sjúklinga minna; — en ej landið telur sér
scema að gjalda mér ekkert kaup fyrir persónulegt starj mitt,
pá skal pað samt ekki ajtra mér jrá að koma upp sjúkra-
hœlinu, og leitast við að hjálpa af veikum mcetti. En handa
hjúkrunarfólki mínu heirnta eg kaup; væntanlegt kaup
þess hef eg talið með í árskostnaði þeim, sem eg vona
að alþingi veiti.
Mér finst eg vera í skuld við þetta land. Hér á
íslandi hef eg komist aftur til heilsu og tekið mér ból-
festu. Mér þykir vænt um landa mína hina nýju. Sú
hjálp, sem við höfurn á boðstólum, er boðin fram af
heilum hug, og eg vona, að alþingi í sumar veiti þá
hjálp, sem eg þarf fyrir mitt leyti til fyrirtækis míns.
Mér hefir þegar fyrir nokkurum mánuðum veizt sú ánægja,
að fá loforð um fulltingi frá einstaka alþingismanni.