Andvari - 01.01.1901, Page 229
III
Hinn göfuglyndi landlæknir vor, sem í raun réttri er
faðir þessarar hugmyndar minnar, hefir þegar veitt mér
sina mikilsverðu aðstoð í mörgum atriðum við undirbún-
ing tillögu minnar. Og margar góðar og viturlegar
bendingar á eg að þakka hinum hagsýna héraðslækni
hérna í bænum. Meðal annars het eg fengið aðstoð hjá
þeim við undirbúningsstarf undir efnissöfnun til íslenzkra
geðveikraskýrslna.
Visindalegar og áreiðarlegar skýrslur um það efni eru
sem sé því rniður ekki til hér. Eg hef sent nákvænr
eyðublöð til allra héraðslækna til bráðabirgða, og nota
eg nú tækifærið til að biðja hina heiðruðu embættisbræð-
ur mina enn af nýju, að iVUa þau svo nákvæmlega út, sem
auðið er, og senda mér hið allra fyrsta. Eg vona að
lækna-samheldin, sem alt af þróast bezt í litlum lönd-
um, sé á jafnháu stigi hér og visinda-áhugi sá, sem Is-
lendingar hafa réttilega orð á sér fyrir.
Loks bið eg alla þá, sem eiga geðveika ættingja, að
skrifa mér til um þá, segja frá orsök sjúkdómsins, ef kunn
er (geðveikir foreldrar eða frændur í óbeinan legg), með-
ferð á honum og stutt æfiágrip sjúkl. Enginn óviðkom-
andi skal fá að sjá þau bréf. Eg lofa hátiðlega að þegja
yfir nafni sjúklingsins og bréfritarans. — Með því að eg
verð helzt að taka þá í hið fyrirhugaða geðveikrahæii
mitt, sem eg hef fengið bezta vitneskju um, geta þessi
bréf aldrei gjört ógagn, en ef til vill gagn — svo
framarlega sem menn ætla að gagn verði að sjúkrameð-
ferð minni.
Háfleygir ættiarðarvinir hafa oft látið þá skoðun í
ljósi við rnig, að það væri niðurlæging fyrir ísland að
þiggja aðrar eins gjafir og holdsveikraspítalann, litla spí-
---- 14*