Andvari - 01.01.1901, Side 232
214
inn hefir reynt sem hann, né jafnvel ritað sem hann, til
að sanna uppruna Eddu-kvæðanna og aldur þeirra. Mun
nú orðið allerfitt, að gera óvilhöllum mönnurn annað
sýnna en að allflestar kviðurnar, og fyrst og fremst Völu-
spá — eitthvert Ifið göfugasta kvæði allrar veraldarinnar
— sé orðnar til hér á íslandi. Óhlutdrægni Finns próf.,
sem ætlar hið gagnstæða, er síður en ekki vítaverð, meir
en nóg er komið af þjóðernislegu fylgi um það efni, en
orsök þess, að eg fyrir mitt leyti kýs heldur að vera á
skólameistarans máli, er engin önnur en rök hans — og
þó einkum sú eina röksemd, að hvorki kvæðin né nokk-
ur brot af þeim, sem mark er að, hafa annarstaðar en
hér verið til eða fundist. Idefði slíkt kvæði, eða brot af
því, orðið til, verið til, eða kunnugt orðið annarstaðar á
Norðurlöndum, virðist vart hugsanlegt, að engar menjar
þess hefði varðveizt í þeim löndum — þrátt fyrir meiri
skort þar á stundun kveðskapar og fróðleiks, eða sakir
rneira kirkjurikis og vandlætis klerka. Enda gildir hið
sama um allar aðrar kviður Eddanna. En það var ann-
að, senr eg vildi taka fram af ritum Björns rektors, það
»Unr kristnitökuna«.
Ritdóm ætla eg hvorki að rita, né þykist vel fallinn
til. Það hafa ý'msir þegar gert og sumir vel, enda allir
lokið lofsorði á ritið. Og þesS er það i alla staði mak-
legt. Hins vildi eg geta, að við íhugun og yfirlestur því-
líks rits verður flestum fyrst Ijóst, -eða Ijósara en áður,
bæði hve mikið sé enn þá ógert, og hitt, hver afarvandi
það sé, að skýra, leiðrétta og skilja sem næst verður
kornist fornsögur vorar og laga þær skoðanir, sem rnenn
, haía haft hingað til á sagnaöld lands vors — að eg ekki
nefni hinar síðustu aldir næst siðabótinni. A flestar rök-
serndir höf., sannanir, líkur og tilgátur get eg óskorað
fallist, því aðgjörhygli hans, þekking og djúpgreind gerir
víðast hvar lesarann vopnlausan. Þó rná vera, að aðal-