Andvari - 01.01.1901, Síða 234
216
þingheimsins, bæði kristinna manna og heiðingja — jarð-
eldi, sem ógnaði goðunum meir en eldur sá, er stefndi á
á bæ Þórodds goða og gerði þá flesta landsmenn reikula
í ráði. Mörg atvik og ummæli hafa uppi verið höíð og
náð alt til vorra daga frá þessum lyklu aldamótum, sem
bendir á þetta mikla hik og ósjálfstæði, einkum af hálfu
hinna óskírðu manna. Menn stóðu hremdir og hugsandi,
eða hlupu upp með óhljóðum; n^fenn töluðu í orðskvið-
um, og um hin efstu rök, orsakir eldsgosa, reiði goð-
anna, gamlir voðamenn stóðu Jr'ið og hlýddu fortölum,
en gleymdu vopnunum. Og svo koma stórræðin; menn
segja sig úr lögum hvorir við aðra, kristnir og heiðnir,
kjósa nýjan, kristinn lögsögumann, þessi nýi lögsögu-
maður semur óðara og sem Þ ofboði við hinn gamla, og
Þorgeir fer til búðar og liggnr undir feldinum til hádegis
næsta dag. Um miðnætti má enginn milli sjá, en með
sólunni hinn næsta dag hefir Kristur sezt í öndvegið.
Og þegar hinir kristnu m<jnn hafa hringt til tíðaoghafíð
Tc Deum á gjábarminum gegnt Lögbergi, þá fór dómur
yfir hinn forna þingstað og hrollur gegnum hjarta Run-
ólfs goða og ótal hans líka.
Mörg og máttug eru tildrögin, og mikið vinst
kænsku og klókindum, en fjarri er mér að ætla, að
diplómatar einir hafa átt mestan hlut í kristnitökumálinu.
Einstakir afreksmenn koma oft ótrúlega miklu til leiðar,
þó ekki séu þeir allir ríkis- eða ráðagerða-menn; en meir
vinna jaftivel hinir^ mestu og vitrustu sem verkfæri æðri
hugsana og ráða, en þeirra sjálfra ráð og hugsanir. Svo
mun og hér hafi^ verið. Það sama hefir hér ráðið drjúg-
ast, sem Snorri Sturluson segir um ósigur og æfilok
Hákonar jarls hftis ríka, það, að sá tími var kominn, að
heiðni og blótgkapur skyldi niður falla, en nýr og betri
siður koma í Itaðinn. A þetta bendir nú höf. að vísu i
ritgerð sinni, en úr því rannsókn hans þræðir mest og