Andvari - 01.01.1901, Blaðsíða 236
ólfs go3a bendi, í mínum augum, miklu fremur á yfir-
burði og ágæti Hjalta en gagnslæðar eða rýrar einkunnir
í skapi hans. Hjalti hefir verið [rað sem nú er kallað
geníal, vitur og fyndinn í hinum einarða, stóra stýl. Svo
mundu þeir heilögu menn, Lúter, Jóhann Háss, og —
mér liggur við að segja, postulinn Páll, — talað hafa við
sviplík tækifæri. Frjálslyndi og einurð hafa og verið
aðal-lyndiseinkunnir Hjalta. Um viturleik Síðn-Halls efast
enginn; en ekki er sú einkunn, [rað eg mari, tekin sér-
staklega fram um hann i sögum vorum, en mikið fanst
Olafi sænska til um vitsmuni Hjalta; eins og honum
greinilega varð revndin að, og yfirleitt munu samtíðar-
menn hans þózt þelct hafa fáa honum vitrari; mun frægð
málsnildar hans og Gizurar hafa mjög verið kunn og orðlögð
á öllum Norðurlöndum,, þótt slíkt verði ekki sannað nú
með öðru en friðargerðatför Hjalta 16 eða 17 árum sið-
ar til Uppsala, með Birni stallara; og þó er það eitthvað
annað en gáfur og atgervi mannsins, sem glæst hefir per-
sónu hans í mínum augum, eða réttara. sagt: það er öll
persóna hans, en einkum að því leyti sem hún snýr að
kristnitökuviðburðinum, Og eg efa ekki, að sú skoðun
min væri nú öðrum skiljanlegri, hefði það verið Hjalti,
en ekki Gizur, sem var afi sögumanns Ara fróða’, eða
hefði Hjalti orðið jafn-kynsæll og hinn varð. Hjalti mátti
vel segja við skírn Runólfs: »Gömlum kennum vér
goðanum«, o. s. frv. Hann var sjálfur saltið í kristni
boðinu árið xooo; hann var æskan, ofurhuginn og eld-
uririn, sem gaf því afl og sigursæld. Margt hetjuhjartað,
bæði karla og kvenna, var þegar snortið og uudirbúið;
einhver hin helzta sál, sem brann af þrá eftir hinu nýja
guðsriki, var eflaust Hjalti Skeggjason. Eða var það und-
arlegt, þótt fulllnigunum á þeim aldamótum þætti fýsilegt
að þjóna Hvítakristi? Hetjurnar þráðu að fá að þjóna
»þeim rnesta í heimi« (eins og Kristoforus), enda bauðst