Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 11

Spegillinn - 01.12.1956, Blaðsíða 11
ipepilUnn 275 2MJKIO tncmlvi Á efsta degi ins útlíSanda árs gerði stórhríð jarganlega um landið allt sunnan og vestanvert, valdandi áliyggjum öllum þeim inum mörgu, er höfðu í huga sér fyr- irætlanir stórar um áramótadrykkjur, að sið forfeðra sinna, vildu nokkrir meina, að Áfengisvarnarnefnd liefði gert veður þetta með galdrakonstum og öðrum troll- skap. Urðu þó hollar vættir nefndinni yfirsterkari áður yfir lauk og gerðu veður fagurt að kvöldi, óðu menn nú klofsnæ, hver til síns fagnaðar, með fleyg í vasa og söng í hjarta; varð af gleðskapur mik- ill víða um land, en þeir er eldri vóru, sátu í liíbýlum sínum, lilýðandi á mál Ól- afs Þórsar á öldum ljósvakans, hver eð nú flutti ina hinnztu stórræðu í sinni valda- tíð, en lians veldi og makt var nú mjög á hveli hverfanda og segir enn gjörr af því í þessu ritkorni. Veðurátta tyrrin í Ianu- ario, gerði jakastíflur miklar í Hvítá syðra, en við Húsavík norður tók þak af hey- hlöðu merkilegri; fauk cl faðma og á land annars manns; tók sá þakið og hagnýtti, lofandi guð fyrir svo óvenjulegt og óvænt happ. Hljóp Múlakvísl á Mýrdalssandi, hafandi á brott með sér brú þá, er á var; þótti vel tekizt hafa og var endurtekið síðar. Hlutir engir um Suðurnes og svo um land gjörvallt, er útvegur landsmanna var nú að þrotum kominn; höfðu þó upp verið fundnar margar myntir, honum til lieilsu- bótar og afréttingar, en kom fyrir ekki, er myntir þær vóru jafnharðan uppetnar af verkföllum og annarri óáran. Svínfylktu þá útvegsbændur og gengu á fund liöfð- ingja, jafnskjótt sem þessir höfðu lokið nýársdrykkjum sínum í selskap inna aum- ustu í þjóðfélaginu, en sá hafði þeirra siður verið um nokkur undangengin ár. Kváðu nú illt í efni og ástandið sýnu verra en á Goddastöðum og þó ekki við bæt- andi; myndi þeir nú til neyddir að draga skip sín á land og brenna þau er af tré vóru gör, myndu þó lítt hita, sökum þurra- fúa, en járnskip öll myndi þeir til neydd- ir að ofurselja Járna-Einari, þeim er skæð- astur hafði orðið flota landsmanna þá urn margt ár. Hristu höfðingjar höfuð sín yfir ástandinu og varð af skarkali mikill. Kváð- ust þó allir af vilja görvir að rétta hag útvegsbænda, myndi nú stofna nýja mynt þeim til afréttingar og væri helvíti hart ef lietjur hafsins skyldi liggja óuppbættar hjá garði, fyrir hunda fótum og manna. Gerðu bændur góðan róm að máli höfð- ingja og kváðu þá hraustlega hrækt hafa og höfðinglega, og þó að vonum. Efndu og liöfðingjar loforð sín með þeim ágæt- um, að er vika lifði Ianuarii, vóru flestir sótraftar landsins á sjó dregnir, þeir er fljóta máttu, fiskum hafsins og öðrum sæ- kvikendum til hinnar mestu óþurftar og fordjörfunar, en eigendum til ábata og uppbóta. Gera delinquentes ríkisins uppsteit gegn sínum yfirboðurum, að félagsheimili sínu, Litla-Hrauni, vóru þó að lokum bugaðir með liðssafnaði langvegis frá og aftur í viðjar færðir. Þótti atburður þessi svo við- sjárverður, að jafnvel urðu orðræður um að setja skrár og aðrar læsingar fyrir prís- undirnar, ef svo skyldi enn fram fara. Að- spurðir kváðu delinquentes umbrot þessi stafa frá frelsishreyfingum þeim, er þá létu á sér kræla víðs vegar í álfunni (og þó betur síðar). Var þessu trúað og þótti rart. Stóð ríkissjóður í miklum blóma á ára- mótum, fyrir atbeina foringja hans, Ey- steins að nafni, svo og fyrirtaks greiðslu- fýsnar almúga. Var Eysteinn tvílráður nokkuð svo, hvemig verja skyldi, en eigi tjóaði að geyma sökum verðfalls mynt- ar landsins. Var þá að ráði Alþingis nokkr- um hluta óþarfafjár þessa ráðstafað til Jafnvægisnefndar, liljóp hún í spik, en eigi er getið um jafnvægið. En meðan fé þessu var enn eigi ráðstafað, skeði það einn morgun, að afliðnum dróttinsdegi, að fjár- hirzla ríkisins vildi eigi opnast láta og fannst að lokum lykill einn í skránni, hag- lega gerr en brotinn í ii hluta. Hafði ófrómur aðili leitazt við að létta sjóðinn um það, er þar var óþarft, en eigi tekizt betur en vel, og hélt sjóðurinn virðingu íhaldi'ö hrellir þess andskotalið rneö allskonar brögöum, ef kemur þeim viö. Utyfir tók þó er Einar sleit fund, en Ólaf ur haföi þá beöiö um stund, fullur í axlir af áhuga var og áskorun mikla um fundarslit bar. Einari varpaöi hann út í horn, því hraustur er Óli og í skapinu forn. Þó þenji sig strákar viö stýri út í sjó, strandkapteinn líka má segja: lagó. Grímur.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.